Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 21
KIRKJUKITIÐ
451
Frú Marie Jacobsen í hópi barnanna.
vera hjá þér,“ rak hún hann frá sér. Hún sá ekki, hvernig hún
gat mettað þá munna, sem fyrir voru, hvað þá fleiri. „Ég sá
hann dragast til fjalls í rökkrinu. Morguninn eftir lá hann við
eldstóna mina liðið lík. Þá hét ég því að hrinda aldrei framar
frá mér neinu barni, sem þarfnaðist mín.“
Marie segir undrasögur af því, hvernig hún aflaði matfanga
handa börnunum á þessum tímum, og hvernig hún hélt í þeim
lífinu — í leyndum. Því að þessi hjálparstarfsemi mátti ekki
vitnast. Flest voru börnin um 2000, og það var aðeins á nótt-
inni, sem þau nutu nokkurs frjálsræðis. Á daginn máttu þau
ekkert láta á sér kræla né í sér heyra. Börnunum var skipt í
marga flokka, og við umhirðu þeirra og fræðslu hafði Marie
sér til aðstoðar armenskar flóttakonur, sem hún hafði líka
skotið undan.
Armenar standa á háu menningarstigi, og mikil áherzla var
því lögð á kennslu, en jöfnum höndum á vinnuna, einkum að
vetrinum. Allir, sem nokkuð gátu, hjálpuðust að við heimilis-
störfin, matartilbúning og þjónustubrögð. Margháttuð ullar-
vinna var m. a. stunduð. Þetta var einna líkast stóru sveit-
heimili, sem leitaðist við að vera sem mest sjálfbjarga.