Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 34
464 KIRKJURITIÐ Fulltrúar hinna 5 norrænu landa í Sigtuna. Talið frá vinstri: Fru Josefsson (Hárnösand), Fru Ljungberg (Stokk- hólmi), Fru Smemo, Fru Brilioth, Fru Lehtonen, Fru Fugisang-Dam- gaard, og frú Anna Bjarnadóttir. arri kirkju — og fann ég sárt til smæðar minnar og andlegr- ar fátæktar. Mér fannst líka, að ég mundi hafa samið erindið öðruvísi og vandað það betur, ef ég hefði vitað, að því mundi ætlaður svo virðulegur staður. En nú varð ekki við snúið, og varð ég að gera mitt bezta. Ég treysti á ljóð séra Matthíasar, ef mér aðeins tækist að gera þeim sæmileg skil. Það var miklu þægilegra að tala úr prédikunarstólnum, og hátíðlegt var að horfa út eftir kirkjunni, sem var þéttskipuð áheyrendum og upplýst af lifandi ljósi ótal kerta, stórra og smárra. Ég lauk erindi mínu með því að fara með þjóðsönginn okk- ar, ,,Ó, guð vors lands“, fyrst á dönsku og svo á íslenzku. Að því loknu lék organistinn lagið á orgel kirkjunnar. Það var hátíðleg stund. Að erindinu loknu var mér ásamt um 20 öðrum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.