Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 3
Smá saga úr lífínu Hún vissi það. Hún vissi að bráðum yrði hún að standa upp. Standa upp, skella útidyrahurðinni í lós og klöngrast yíir grindverkið. Fara burt! Hún hafði ekki búist við að það yrði svona erfitt að kveðja þennan gamla bæ, - hafði ekki komið þangað síðan foreldramir fluttu fyrir tveimur árum. - Ekki haft tíma, eða kannski veigrað sér við því... Hvað með það, hingað var hún komin, og dagurinn hafði liðið án þess að hún yrði hans vör. Og nú var tekið að dimma og langir skuggamir gerðu herbergið sem hún var stödd í enn drungalegra en það í raun og vem var. Veggirnir vom auðir. Aðeins hún sá veggmyndina sem mamma hafði saumað í húsmæðraskólanum (með hana í maganum), og fermingarmyndimar af þeim systkinunum sem pabbi hafði neitað að taka niður fyrr en stúdentsmyndimar væm komnar til að setja í staðinn. Það hafði verið mikil og löng barátta, en pabbi hafði ekki gefið sig. Hann gat verið fjandanum þijóskari. En nú var hvíti kollurinn kominn. Og daginn eftir útskriftina var hún mynduð, með stirt bros á andlitinu og rauðar rósir í fanginu, og sett í skrautlegan ramma. Sá hékk nú á nagla í lítilli íbúð í höfuðborginni. Hún nuddaði kaldar tæmar og brosti. - Iiuui rödd hafði varað hana við að vaða inn á parketið á stígvélunum - Já, allt var breytt. Engin amma hafði komið með ullar- leista handa köldum "táslum," sem traðkað höfðu snjóinn alla leið fi*á vegamótum. Það var enga kleinulykt að finna né hljóð að heyra fró kettinum... -eimmgis hennar eigið bergmál glumdi 3

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.