Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 18

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 18
Margrét? spurði hann. -Það er svo erfitt að festa gönguskíðin á þessa. -Aldrei, svaraði ég. -Ég er hrifin af þessari. Ég málaði hana sjálf, enda sérðu handbragðið. Þú ert bara öfundsjúkur. -Heyrðu góða. Hann bjó til snjókúlu og kastaði, en ég vék mér undan. -Þorirðu, eða ertu hrædd við mig, karlmennið? -Iss ég nenni ekki að leika við börn. Ég horfði á hann. Á þessa karlmannlegu drætti sem upphaflega höfðu vakið athygli mína. Það var hann sem gerði mig hamingjusama. Hann og snjórinn. Þessi vetur hafði verið sá yndislegasti í lífi mínu og ég vonaði að ég fengi að njóta hans áfram. En í sumar myndi hann fara aftur austur, heim til sín, og um leið og fyrstu blómin færu að springa út, myndi ég sjá á bak elskunni minni og við tæki sumarið, með sól og hita og ég myndi taka fram svuntuna og fara að flaka fisk á nýjan leik. Það vildi ég að veturinn varaði að eilífu. Ég þagði dálitla stund og sópaði nokkrum snjókornum ofan af bílnum. -Mér finnst svo sorglegt þegar snjórinn fer. Mér finnst hann alltaf taka eitthvað með sér, svo skilur hann eftir nakta náttúnma, afhjúpar sekt mannsins og við stöndum eftir, ein, nakin, og vitum ekki hvað við eigum að gera. Svo kveð ég hann og við segjumst hittast aftur að hausti komanda. Við horfðumst í augu dálitla stvmd, en stigum síðan upp í bdinn. Þegar við keyrðum niður brekkvma og stefndum í átt til Akureyrar, var hann strax búinn að gleyma því sem ég hafði sagt um snjóinn. Þorkell Þari VÍÍJ.Iu.’i'l',., ... Mmt!.• % Æ. •• 4 11% WSsII.síí ..- '• ■■,->»•,■:r^ri.Vír}í,..... i.. "jXi. •-.v,' . •.ííffftM*1 '■"* l' - :*!}-. ’ t•«».* 1V.Í3'1' •F >>,u; srXewM* 'XVÁIMj* 18

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.