Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 6
Hafið og ekki neitt Himinninn var þokugrár, bólgin óveðursskýin hrönnuðust upp. Úfinn sjórinn barðist við klettana. Hún stóð ein úti. Klöppin var köld undir þunnum skónum og vindurinn reif í hárið á henni. Hún var samt ekki ein, hún var aldrei látin í friði. Hugsanirnar eltu hana alltaf. Henni hafði alltaf stafað virðingarblandinn ótti af hafinu. Og núna ofsótti það hana. Það voru ekki liðnir þrír mánuðir. "Bátimnn fannst mannlaus," sögðu þau. "Pabbi þinn hlýtur að hafa fallið útbyrðis." En af hveiju? Faðir hennar hafði unnað hafinu og dregist að sjónum, öll þessi víðátta heillaði hann. Hún hafði skilið hann, henni hafði fundist nákvæmlega það sama. En ekki lengur. Sjórinn heillaði hana enn og dró að sér, en henni var hætt að þykja vænt um hann. Hann hafði tekið frá henni það sem henni var kærast. Magnlaus reiðin hríslaðist niður bakið. Af hveiju? Hafði hún og hennar ætt ekki stundað sjóinn í áratugi, þurfti fórnir líka? Hún hataði hafið, hataði það! Samt dróst hún að því. Þess vegna stóð hún úti á klöppinni núna á kínaskóm og peysunni. Hún horfði á reitt hafið bijótast um í flæðarmálinu. "Yfir hveiju ert þú að kvarta, þú hefúr fengið það sem þú vilt?" Hún gekk í burt þó ákaft hafið kallaði á hana. BAX 6

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.