Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 16
Snjórinn Ég lá úti í snjónum og hann við hlið mér. Við héldumst í hendur og horfðum upp í himininn, horfðum á stjömurnar. -Hugsaðu þér Margrét, sagði hann. -Kannski er par á einhverri stjörnunni sem er akkúrat að horfa á jörðina núna eins og við erum að horfa á stjömuna þeirra. -Þegar ég var lítil, svaraði ég, -trúði ég því, að stjörnurnar væm dáið fólk sem væri farið til himna, að það væri sjálflýsandi englar. Ég þóttist jafnvel þeklg'a afa minn sem eina stjömima. Hann brosti og þrýsti hönd mína, en sagði ekki neitt. Svona lágum við dáhtla stund, uns við fórum að finna fyrir kulda. Ég reis upp. -Við skulum koma. Hann reis líka upp og við gengum aftrn- niður að slóðinni og settum á okkur skíðin. -Athugum hvort verður á undan niður að bíl, sagði hann og hentist af stað. Ég fór á eftir, en mér tókst ekki að ná honum. -Bíddu, kallaði ég, -það vantar peru í einn ljósastaurinn og ég kæri mig ekki um að vera ein í myrkrinu. Hann nam staðar og beið eftir mér. Við gengum hlið við hlið í rólegheitum og virtum fyrir okkur skóginn. Hann var yndislegur svona í vetrarrökkrinu. Snjóbreiðan lá yfir öllu og og ljósin vörpuðu gullnum bjarma á trén. Þetta var öllu líkara rómantísku málverki en raimveruleikanum. Ég horfði hugfangin á dýrðina og mér fannst mig vera að dreyma. Það er ekkert fallegra en vetrarskógurinn í rökkrinu. Þar ríkir kyrrðin og friðurinn. Vetur konungur var vinur minn, alveg eins og hann, sem gekk við hlið mér. Mér þótti vænt um þá báða og báðir veittu þeir mér ómælda ánægju. -Hann er yndislegur, sagði ég. -Hver? 16

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.