Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 7
Hríðin Hún kemur askvaðandi á móti mér og skellur á andlitinu, ísköld og bítandi. ísköld, köld. Hún slær mig jafn fast og ... Nei! Ég verð bara að hlaupa, hlaupa, hlaupa. En hún bítur mig áfram, bítur mig. Og ég get ekki litið imdan, hlauptu bara! Húsin þjóta framhjá mér eins og þau flýi undan barsmíð hríðarinnar. Ég má ekki hlaupa imdan, ég verð að halda áfram, áfram. Burtu frá honum. Hvers vegna...? Nei! Ekki hugsa neitt, hlauptu! Það var líka svona hörð hríð kvöldið sem ég fór á fyrsta skólaballið mitt. Ég átti engan kjól, bara gamlar buxur af Halla bróður - ömurlegar. Og þau stríddu mér öll. Kölluðu mig hallæris... Nei! Ekki hugsa um það. Af hverju ertu að hugsa um þetta núna? Þá hljóp ég út. Út í hríðina og hann elti mig, elti mig út í snjóinn og greip mig í fangið. Ég var svo lítil, miklu minni en allar hinar stelpumar - þó ég væri orðin ellefu ára. Hann kenndi mér samt ekki þá, var bara gæslumaður á ballinu. Hann greip mig í fangið og þurrkaði öll tárin. Og sagði mér að ég væri fallegasta stúlkan af öllum - þó ég væri í buxum. Fallegust af öllum. Hann sagðist ætla að kalla mig Öskubusku. Hún átti engin ffn föt fyrst, samt var hún best af systrunum og varð svo prinsessa. "Einhvem tímann verðiur þú prinsessa," sagði hann og hló því þá var ég farin að kasta í hann snjó. Hann var alltaf svo góður við mig. Hvemig gat hann... Tárin renna saman við snjókomin sem bíta kinnamar mínar og leka svo niður í hálsakotið. Ég hata hann, ég hata hann! Ég verð bara að hlaupa áfram eins hratt og ég kemst. 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.