Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 27

Muninn - 01.11.1990, Blaðsíða 27
brosandi til mín. "Halló elskan, þekkirðu ekki mömmu?" Ég horfði athugul á konuna. Ég þekkti hana. Þetta var stjúpa mín, sú sem eitraði fyrir mér. Nú kom hún og smjaðraði, kerl- ingarógeðið. "Farðu", sagði ég ákveðið og benti á djnmar: "Ég vil aldrei sjá þig affcur." Svo snéri ég mér á hina hliðina og beið eftir því að hún færi, sem hún og gerði að lokum. Hvers konar himnaríki var þetta eiginlega? Hvers konar óaldarlýður var hér? Þessi maður var vondur og hún drap mig. Skelfilegri hugsim laust niður í huga mér: "Eg var á hinum staðnum." Ég sá fyrir mér eldana sem biðu mín. Af hveiju þurfti ég að enda hér? Tárin tóku að streyma, og brátt var ég farin að hágrenja. Menn komu inn. Bindið hana, var skipað. Ég trylltist. Aldrei, aldrei! Ég barðist eins og hetja, en það var við ofurefli að etja. Ég var rígbimdin við rúmið og flutt á ann- an stað. Ég er höfð alein í herbergi. Ég fæ nokkrar sprautur á dag. Það er farið illa með mig. Eg held að ég sé að linast. Ég hef ekki lengur mátt í mér að beijast á móti. Og ef ég leyfi þeim að sprauta mig, þá binda þeir mig ekki. 27

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.