Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 37
Guntiar Arnason: Sóknarlið rómversk-kaþólsku kirkjunnar Páll 111 páfi staðfesti árið 1540 nýja munkareglu Jesú-félagiS Societas Jesú, sem spánskur aðalsmaður, Ignatíus Loyola (1491 —1556) liafði stofnað ásamt fáeinum vinum sínum. Markmið- ið var að kristna heiminn eins og unnt væri, Guði til sem mestrar ilýrðar. Þrjú liöfuðboðorðin: skilyrðislaus hlýðni við yfirmann félagsins og páfann í Róm, eignaleysi einstakra með- liina og skírlífi. Fyrsti sveitungi stofnandans, Baskinn Pedro Arrupe tók við forystu reglu þessarar í maí síðastliðnum. Er hann sá 57. í röðinni og kallaður“ svarti páfinn“ til aðgreiningar frá „hvíta páfanum“. Nöfnin eiga rætur sínar að rekja til einkenn- isbúninga þessara tveggja mestu valdamanna kaþólsku kirkj- unnar. Arrupe var síðastliðin 27 ár kristniboði í Japan og fékk þar viðurnefnið „Jesúítinn frá Hirosliima“. Hann var sjónarvoltur að því, þegar atómsprengjunni var varpað á þá horg og vann sér aðdáun með björgunarstarfi sínu. Þótt aðeins 0.3 af liundraði séu kaþólskrar trúar í Japan, telur Arrupe það ekki frásagnar- verðast. Veit sem er, að hann liefur sýrt þar deigið. Áður en liann kom þar til sögunnar störfuðu í landinu aðeins sárafáir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.