Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 26

Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 26
456 KIRKJURITIÐ Menntaskólamim á Aknreyri var slitið þar í kirkjunni á síð- astliðnu vori. Þetta undirstrikar allt |»á staðreynd, að alltaf liefur verið náið saniband milli kirkju og skóla ojt oft samstarf. Margir prestar liafa fram á þennan dag haldið Iieimaskóla. Og krist- infræðikennsla er á liinn bóginn skyldunámsgrein í mörgum skólum. 1 atliugun er að koma á auknu samstarfi skóla og presta, að því er snertir fermingarundirbúninginn svo sem samþykkt var á síðustu prestastefnu. Allt miðar Jietta að því að leiða æskuna sem bezt á veg. Mannanna börn, sem hvíla á mottunum eru óttaslegin Sólin er gengin til viðar. Eg heti slökkt Ijósið og konan og barnið eru fallin í svefn. Dýr skógarins eru hrædd og mannabörn á mottunum eru Iíka óttaslegin Þau una betur sólbjörtum deginum en nóttunni. En eg veit að tungl þitt og augu þín og hönd þín eru þá jafnt til staðar. Þess vegna óttast eg ekki. Enn í dag leiddir þú oss undursamlega. Allir lögðust saddir og sælir til hvíldar. Lát svefninn endurnæra oss, svo að vér getum með endurnýjuðum kröftum gengið aftur til starfa í býtið í fyrramálið. Vertu með bræðrum vorum langt austur í Asiu, sem nú eru sennilega að fara á fætur. Afríkönsk bæn (G.Á.)

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.