Kirkjuritið - 01.11.1966, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.11.1966, Qupperneq 39
KlItKJURITlÐ 421 °g fengu aðeins hálfrar stundar hlé til hádegisverðar. Stundum voru þau látin vinna í slíkum þrengslum undir vélum, að þau urðu krypplingar og vansköpuð á ýmsa lund. Stundum var eftir- Htsmönnum goldin laun samkvæmt því, hve mikla vinnu þeir gatu pressað út úr börnunum og leiddi slíkt oft til grimmi- legrar meðferðar á þeim. Þetta var erfitt viðfangsefni, því að sumir þingmennirnir v°ru sjálfir verksmiðjueigendur og svarnir andstæðingar allra afskipta hins opinbera af rekstri einstaklingsfyrirtækja. Meðal þeirra voru þó í þessum efnum nokkrar undantekningar, en uhnennt var talið að löggjöfin ætti að skipta sér sem minnst uf einstaklingsframtakinu. Þótt Shaftesbury væri yfirstéttarmaður og þekking lians á iðnaðarmálum þjóðarinnar mjög takmörkuð, brann hann af áhuga á því, að komast að hinu sanna og rétta varðandi vinnu- ^jör barna, unglinga og kvenna í verksmiðjunum. Á því máli skyldi svo tekið út frá sjónarmiði mannúðar og réttvísi. 1 febrúar árið 1833 bar liann fram í þinginu frumvarp þess efnis, að bannað skyldi að ráða til vinnu í verksmiðjum og kolanámum yngri börn en níu ára. Vinnudagur unglinga innan ' ið átján ára aldur skyldi ekki vera lengri en tíu klukkustundir. ^önnuð skyldi einnig næturvinna allra innan við tuttugu og eins árs aldur. Frumvarp þetta var eins konar framhald af frumvarpi því, sem Sadler liafði flutt nokkru áður. Sporið yar stigið í rétta átt, en sóknin að settu marki reyndist margra ára þungur róður. Skal vikið að því síðar. Sumir þingmanna urðu sem þrumu lostnir, er þeir fengu ''itneskju um, að vinnuskilyrðin í verksmiðjunum gerðu suma framtíðarþegna þjóðfélagsins að líkamlegum krypplingum og andlega lömuðum mönnum. Hjá því gat ekki farið að upp 'Öknuðu áhugamenn, er sáu, hve þörfin til úrbóta var aðkall- andi. Sagt er t. d. frá einum verksmiðjueiganda, Jolin Wood aÖ nafni, að hjá lionum hafi eitt sinn gist mikill áhugamaður, °g er sá fór að kveðja árla morguns, gekk hann inn í svefn- herbergi hr. Woods, sem sat þá uppi í rúmi sínu með opna ^iblíuna fyrir framan sig, og sagði: „Mér hefur ekki verið svefn- samt í nótt. Á hverri hlaðsíðu þessarar bókar les ég fordæm- mfíu um sjálfan mig.“ Hann bað svo þennan gest sinn — áhuga-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.