Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 249 kirkjuna verða eins og þursann í Dofrafjalli, sem var sjálfum sér nægur. En liann taldi hollast, að íslenzk kristni ætti rætur í íslenzkri þjóðarsál og íslenzkum sérkennum. Hann var afburða vel að sér í íslenzkri þjóðarsögu og bók- ttienntum, einkum hinum forna arfi. Og þau rök vom honum auðsæ, livernig saman böfðu runnið norrænn andi og kristin trú á Islandi og borið binn fegursta ávöxt á blómaskeiði goða- kirkjunnar íslenzku. I liirðisbréfi sínu skrifaði liann um kristnitökuna árið eitt þúsund og aldirnar þar á eftir þetta: ’iNorræn heiðríkja og hetjuandi samanlagast kristindóminum. Háleit tign og göfgi birtist í bænum Kolbeins Tumasonar, Heisla, Harmsól, Sólarljóðum, Lilju, Líknarbraut og öðrum heilögum spekimálum“. í*essi „norræna lieiðríkja“ hafði runnið Ásmundi biskupi 8jálfum í merg og sett sinn tæra svip á málfar lians, hugsun og Hamsetningu. Hann mælti og reit á tilgerðarlausu gullaldar- Hiáli. Hann þurfti ekki að flúra það mál með aðfengnu glingri. ^ækurnar, sem liann skrifaði, ræðurnar, sem liann flutti, S^einarnar mörgu, sem bann reit meðan liann var ritstjóri Kirkjuritsins, allt ber þann svip, að mér þótti bann bera af eðrum mönnum um samruna kristilegrar auðmýktar og norr- ■eonar heiðríkju. 20. júní 1954 lilaut liann biskupsvígslu bér í Dómkirkjunni. Hann var þá orðinn ]>að við aldur, að biskupsdómur lians ölaut að verða skammær. Enda fékkst því ekki framgengt, sem Prestastéttin óskaði eftir því nær einróma, að vér fengjum að lljóta bans í biskupsembætti enn um skeið eflir að liann varð sjötugur. En á þeim fimm árum, sem liann var yfirliirðir lslenzku þjóðkirkjunnar, vann liann sér óskorað traust prest- 1,1111 a og virðingu þjóðarinnar. Öl! framkoma lians var mótuð >fiHætislausum virðuleik og djúpri sonarlotningu fyrir kirkj- llHni, sem hann var kjörinn til að stýra. Hann hélt þeim sið, ein Sigurgeir biskup liafði sett, að kveðja saman presta, sem 'ann náði til, þegar taka skyldi ákvarðanir um mikilvæg mál. S samvinna lians við prestana var eins og bezt varð á kosið. Hann var bróðir og leiðtogi vor prestanna. Og liann var faðii safnaðanna. Hvarvetna um landið ávann yfirlætisleysi bins 'ógværa biskups honum vinsældir. Menn lærðu að dá vitsmuni Ulns, mannkosti og lærdóm. Markmið lians í biskupsdómi vai

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.