Kirkjuritið - 01.07.1969, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.07.1969, Qupperneq 14
Séra Óskar J. Þorláksson: Heimilið kvatt (Húskveðja 4. júní 1969) „Að kvöldi dags skulu þér vita, að Drottinn kemur. Að niorgni skulu þér sjá dýrðina Drottins“. Vér þekkjum fegurð morgunsins, þegar sólin rennur upp og vekur til starfa. Þá er sem innri rödd hljómi oss í lijarta: „1 sannleik hvar sein sólin skín er sjálfur Guð að leita þín“. Guð er lierra lífs og dauða. Hann er uppliafið og endirinn- Þau orð, sem ég mæli hér við líkbörur hr. Ásmundar Guo- mundssonar, fyrrv. biskups Islands, eru þakkar og kveðjuoi'ð fyrir allt, sem liann liefur verið ástvinum sínum á liðnum ævl" degi. Þær minningar, sem hér skipta mestu máli eru minningar heimilisins, minningar um ástkæran eignmann, föður, tengda- föður og afa, hróður og vin. Ég liugsa fyrst um hrúðkaupsdag þeirra frú Steinunnar og Ásniundar, hinn 27. júní 1915. Þá voru bjartir vordagar, eins og nú, þá var einna lengstur sólargangur á Islandi. Það var táknrænt fyrir framtíð þeirra. Þá lá leið liinna ungu prestshjóna vestur í Stykkishóhn, þaI sem þau stofnuðu sitt fyrsta heimili, og þar sem þau a*111 síðan heima í nokkur ár. Oft minntist séra Ásmundur á prestsskaparár sín vestur 1 Stykkishólmi, þá reynslu, sem hann öðlaðist þar. Hlýhugur hans til fólksins þar duldist engum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.