Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 23
KIIIKJURITIÐ 261 sjá vandámálin í nýju Ijósi, greiða úr þeim og leysa þau. Og víst er um það, að minningin um áðurnefnda morgunstund á lieimili lians mun lýsa mér sem bjartur geisli til lokadags. Mér er það vel ljóst, að þeir fátæklegu minningaþættir, sem ég nú liefi leitazt við að draga fram um kennarann, prófessor Ásmund Guðmundsson, eru ekki nema örlítið brot af því, sem ®g befði viljað taka fram. Og ennþá átakanlegar finn ég lil bess, live því fer fjarri, að þeir séu verðugir drættir í þeirri björtu mynd, sem bugurinn geymir um göfugmennið mikla og bjartahreina. Fáum mönnum vandalausum á ég eins mikið — og engum nieira að þakka en lionum. Hann opnaði augu mín öðrum freniur fyrir Frelsarans mætti og dýrð. Hann benti mér á það beilraeði, sem aldrei befir brugðizt um blessun, þessi orð Mebreabréfsins: „Þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir Sett, og beinum sjónum vorum til Jesú“. Ég veit enga lífsreglu, sein vænlegri er til þess að veita þor og þrótt í baráttu lífsins, bverjum þeim, sem henni fylgir. 1 síðasta skiptið, sem fundum okkar Ásmundar Guðmunds- s°nar, míns fyrrverandi læriföður og síðar biskups, bar saman, var mér vel Ijóst, að nú mundi ævisólin hans senn fara að S1ga í sævardjúp liins jarðneska lífs. Þegar við kvöddumst, faðniaðí hann mig að sér og veitti mér föðurlega blessun. Enn ein náðarstund í návist hans. Áu liefir liann fullnað skeiðið. Til hinztu stundar beindi bann sjónum sínum til Jesú. Og sú hjartans sannfæring býr 'nér í huga, að reynsla hans liafi orðið í fyllsta samræmi við l'á ósk, sem liann sjálfur, að ]>ví er ég bygg, færði í svofelldan °rðabúning: «Ég eitt sinn mun líta liann, er lífsþrekið dvínar. Þá lé- lllagna rétti ég fram hendurnar mínar. Þá æðaslög slöðvast, og ailgu mín bresta, ég ætla þau brosandi á honum að festa“. Blessuð sé minning liins mikilbæfa og ástsæla læriföður og lskupg, Ásmundar Guðmundssonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.