Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.07.1969, Blaðsíða 20
258 KIRKJURITIÐ Kennsluhæfileiki er áreiðanlega fyrst og fremst meðfædd náðargjöf, þótt áunnir eiginleikar liafi þar auðvitað einnig sitt að segja. Prófessor Ásmundur var fæddur kennari, kennari af Guðs náð, enda engan veginn óeðlilegt, þegar þess er gætt, til liverra liann átti að telja á vettvanginum þeim. Nægir í þvi efni að minna á föðurbróður hans, liinn landskunna skóla- mann og menntafrömuð, síra Magnús Helgason, skólastjóra. Mun þeim frændum um inargt liafa svipið saman. En við liim* meðfæddu kennarahæfileika próf. Ásmundar fléttuðust margir þættir. Hann var gædur ríkulegum gáfum, sem liann nýtti flestum fremur við auðgun anda síns. Hiklaust má telja liann einn mesta menntamann í liópi ís' lenzkra guðfræðinga á þessari öhl. Og sama yrði upp á ten- ingnum, þótt lengra væri leitað. Og hjá honum var aldrei uin neina stöðnun að ræða. Hann var sífellt að auka við þekking11 sína, vakinn og sofinn í að endurskoða og endurmeta sínar fyrri niðurstöður. Ekki þó svo að skilja, að um skoðanahring’ væri að ræða hjá honum. Því fór víðs fjarri. En sannleikurinn var lionuin fyrir öllu. Víðsýni hans og frjálsyndi krafðist þess, að hið sanna mætti alltaf ganga sigrandi af hólmi í sérliverjn máli. Hann var bardagamaður á sínum vettvangi. En þal1 vopn, sem bitu lionum bezt, voru skyldurækni í smáu og stóru, drengskapur en þó umfram allt kærleikur hins sannkristna manns. Á. m. k. virtist mér alla tíð, sem þar væri að finna rauða þráðinn og undirstrauminn í öllu því, sem próf. Ás- mundur fékkst við og tók sér fyrir hendur. Það var kærleikur ^ r Krists sem kallaði og knúði. Og því kalli var hiklaust hlýtt a* starfsfúsum og auðmjúkum þjóni, sem á liverri stundu gerð' hin fornu spámannsorð að sínum eigin: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir“. Þó að Gamlatestamentisfræði hafi verið sú grein guðfr*ð' innar, sem próf. Ásmundur liafði sérstaklega aflað sér þekk' ingar í, þá liygg ég, að skýring Nýja testamentisins liafi verið honum liugstæðasta kennslugreinin. Ég man, að hann sagð* við mig einhverju sinni, er við áttum tal um guðfræðileg efnU eitthvað á þessa leið: „Ég er alltaf að komast meir og meir a þá skoðun, að skýring Nýja testamentisins sé þýðingarinesl1 þátturimi, í guðfræðináminu, sem allt hitt verður að miðaS við. Guðspjöllin boða Krist skýrast. Og undir því er a Ut koniið’

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.