Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 28

Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 28
170 KIRKJURITIÐ skemmtan til borganna. Reyndin verðnr lík og í liappdrætti. Fáir lireppa vinninga, allur þorrinn situr uppi með sviknar vonir, atvinnuleysi, sult og seyru. Hér er ein svipmyndin sem talar skýru máli: I Caruarú í Brasilíu liefur verið komið á fót sérstakri út- fararstofnun fyrir fátæklinga, sem grefur þá fyrir ekkert, til að milda þeim ögn tilhugsun þess að falla úr hor. Kistur voru þar við hendina, klambrað saman úr umhúðakössum, klæddar svörtum striga að utan. Að innan verðu blöstu við áletranii' á þessa lund: THIS SIDE UP RECIFE BRAZIL. Við hliðina á þeim voru stórir staflar af pappaöskjum með FOSFATO TERROSO, sem talið er að flýti fyrir rotnun líkanna. Höfundur fylgdist með verkamanni, sem flutti harn sitt til greftrunar í fátækragrafreitnum. Hann hafði kistuna í hjól- liestakerru, sem hann dró á eftir sér. Líkfylgdin var aðeins þeir tveir, sem nefndir hafa verið. „Eða við þrír ef menu kjósa það heldur.“ Þeir fylgdust þegjandi að. Lindquist kom sér ekki að þvi að spyrja föðurinn neins. Þegar kom í kirkjugarðinn fórU þeir fyrst um grafreit auðs- og maktarmanna. Þar blöstu við marmaragrafhýsi og jámgrindaflúr. Sum eftirlíkingar halla og herragarða. Síðan komu legurúm millistéttarmanna, miklu viðhafnarminni og þó dásnotur. Grafarstæði almúgans voru íburðarlaus og kostuðu aðeins 2500 kr. Loks var komið að gröfum öreiganna. Nokkrar nýteknar grafir göptu við sjónum — reiðubúnar. Prestur fylgdi ekki með gjafagreftrun. En þarna voru nokkrir grafarar og viðar- tínslumenn. Þeir síðartöldu liöfðu þann starfa að safna sainan fjalarbrotum, sem upp koma, þegar grafið er á ný í leiðin eftir hálft ár. Það tók aðeins örskotsstund að moka ofan í gröfina. Síðan var liorfið heim á leið. Faðirinn þurfti að skila kerrunnii sem allra fyrst. Þetta er fjarri því ömurlegasta myndin í bókinni. Margar myrkari. Enginn veit með vissu hvemig bezt er að leysa hnut- ana. Hitt er höfundur handviss um að stíflan, sem í dag skorðar lífið í þessuin löndum, hrestur fyrr en varir, hvað sem þá gerist.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.