Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1970, Side 29
KIRKJURITIÐ 171 HvaS er að segja af kirkjunni? Suður-Ameríka hefur um langa liríð verið einna sterkasta Vlgt Rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Páll páfi flaug þangað ^yrir skömmu. Talaði vel, en varð því miður fremnr lítið ágengt svo séð verði. Mótmælendum hefur farið f jölgandi einkum upp á síðkastið. ÞaS er ein orsök þess að Alkirkjuþingið verður haldið í ^rasilíu í sumar. Ekki verður hjá því komist að ástandið uasi við augum fulltrúanna. En vera má að þeir liafi ekki SVo nnkið erindi sem erfiði, en vona má það bezta. Skipulag kaþólsku kirkjunnar og starfsaðferðir í þessum ondum er víðast svipað og á miðöldum. Enn er kirkjan stærsti andeigandinn, auðsæl og drottnunargjörn. Kirkjurnar hlaðnar skrauti og biskupar klæddir pelli og purpura. Allur þorri Prelátanna fylk ir liði með yfirstéttunum til verndar völdum Slnum, auði og forréttindum. Þeir voru líka þrælalialdarar áður fyrr og eru það enn í vissum skilningi. Skrúðgöngur og 'átíðir eiga að heilla og sefa fólkið og halda því við trúna. 11 fulla þjónustu kirkjunnar fá þeir einir, sem geta greitt nana. Þessi saga er kunn frá fleiri löndum t. d. Frakklandi og Rússlandi. Og lyktir hennar. Plestir prestanna sitja hjá og lialda að sér höndum í þjóð- ’nálunum. Fer líkt og Juanita kona séra Ralplis Abernathys, eRirmanns dr. Martins Luthers Kings sagði, er Inin var sPUrð nýlega um afstöðu hvítra presta til kynþáttabaráttunnar Vestan Iiafs. Hún kvað mótmælendaprestana yfirleitt tómláta. eir hefðu báðar hendur bundnar, misstu embættin, ef þeir „;< ru að gera uppsteit og gætu þá ekki séð fjölskyldum sínum larborða. Ekki má gleyma undantekningunum, né láta þess með öllu ogetið, sem vel er gert, græna gróðrinum, sem þrátt fyrir öll ehi lieldur lífinu í kirkjunni um víða veröld. ðTargir prestar, munkar og nunnur hafa um aldirnar lifað saunkristnu lífi — og gera enn. Verið heilliuga trúmenn og 10 verkin tala. Borið flestum hærra blys menningarinnar, lr,nið ósleitilega að líknarverkum. Borið bróðurliug til ríkra fátaekra, og barizt fyrir réttlætinu, hvað sem það kostaði.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.