Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1970, Side 34
KIItKJUltlTIÐ 176 aðrar lil styrjalda. Með síharðnandi baráttu eykst liættan á því að nýjar ofbeldisstjórnir taki stjórnartaumana. Eins og nú standa sakir virðist allt benda til þess að stórveldin auki aðstoð sína við þær stjórnir, sem berjast fyrir því að ranglát þjóðfélagsskipun haldist við lýði. Vér höfum talið oss skylt sem fulltrúum kristinna safnaða og kristniboðsfélaga í Svíþjóð, að kljást við þessi vandamál á frjálsum vettvangi, og liöfum með aðstoð kristniboðsins og annarra lijálparstofnana lagt vorn skerf af mörkum. En oss er ljóst að bér er við svo mikil vandamál að stríða að þar þurfa víðtæk þjóðfélagsöfl að koma til sögunnar. En til þess að slík stjórnmálaleg öfl verði leyst úr læðingi þarf almenn- ingsálitið í landinu að taka gjörtækum breytingum. 1 þeirri sannfæringu að stjórnmálaflokkamir séu jafn óróir, já angistarfullir út af þeirri síbreikkandi gjá, sem er á milh ríkra og fátækra í veröldinni, og í trausti þess að stjómmála- flokkarnir skipi velferð vanþróuðu landanna á sama bekk og vorri eigin velferð og telji liana eitt sitt mesta áhugamál, ber- um vér fram eftirfarandi óskir í tilefni af þingkosningun- um 1970. Að flokkarnir lýsi ljóslega afstöðu sinni varðandi umfang, stefnu og vöxt sænskrar ríkisaðstoðar við vanþróuðu þjóðirnar- Að flokkarnir leggi sig fram um að gefa kjósendum sem skýrastar upplýsingar um viðliorfin í alþjóðarmálum. Að flokkarnir kosti meira kapps um að móta almennings- álitið á þann veg að sænskt hjálparframlag til vanþróuðn landanna fari vaxandi, jafnvel þótt það kunni að leiða •'! bægfarari bagvaxtar og vehnegunar hér innanlands. Að flokkarnir lýsi yfir að sú nýstefna að skipa bjálpar' starfseminni í fyrirrúm, skuli ekki íþyngja lálaunafólki eða öðrum afskiptum þegnum vorrar eigin þjóðar.“ Rétt er að bæta því við að í mörgum löndum í öllum álfum lieyrast æ báværari raddir um að matargjafir og efnahag8' aðstoð verði skammgóður vermir og komi að litlu haldi, bætt sé ekki úr þjóðfélagslegu ranglæti, sem oftast er niesta uppspretta eymdarinnar. Þetta mun koma skýrl fram á fundi Alkirkjuráðsins, sem lialdið verður í Brasilíu í sumar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.