Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.04.1970, Qupperneq 42
184 KIRKJURITIÐ sérstaklega Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins á þessu ári er liungursneyðin í Biafra í Nígeríu. Og segja má, að það liafi orðið nokkurs konar prófsteinn á þroska, örlæti, liöfðingslund og sannan kristindóm ýniissa þjóða, hvernig brugðist var viðvíkjandi þeim liörmungum. Þar hefur íslenzka þjóðin staðið sig vel eftir öllum fréttum að dæma. Og enn einu sinni hefur hún sýnt og sannað veglyndi sitt gagnvart nauðstöddum og afsannað þann orðróm, að hún væri aðeins nafnkristin, og væri það auðséð af kirkjusókn og vanrækslu helgisiða. Auðvitað verður ekki sagt, að fólk liafi lagt á sig neinar persónulegar fórnir né neitað sér uin neitt vegna gjafa sinna til liins liungraða fólks í fjarlægri lieimsálfu. En rausn hinna ýmsu stofnana og útgerðarmanna ásanit hinni miklu milljónagjöf stórmennisins Ásbjarnar Ólafssonar liefnr þó sannarlega vitnað um stórhug og göfuglyndi í anda þeirrar kenningar Krists, sem birtist í orðunum: „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka“. Og liann virðist ]>ar álíta, að liinn síðasti dómur um sannan kristindóm fari meira eftir slíkum framkvæmdum lieldur en kreddum og helgisiðum, játningum og trúarskoðunuin nianna. Heyrt hef ég um ungan mann, sem safnað hafi og lagt frani 9000 -— níu þúsund dollara til Biafrasöfnunarinnar. Og liika ég ekki við að telja afrek lians stærra en allt sem státað er af í knattspyrnu, íþróttum og tafli, sem rómað er daglega. En um Iiitt munu fáir vita. Heill þeim heimilum, sem ala börn sín upp í svo miklum kærleiksanda. Heill þeirri þjóð, sein á slíka kærleiksþjónustu meðal æskufólks síns. Kirkjan sem lieild mun og liafa unnið að þessari söfnun og livatt eindregið til átaka liennar vegna. En varla mun nokkur okkar prestanna hafa tæmar þar sem þessi ungi mað- ur hefur hælana sé miðað við tölur og mælt eftir krónuupP' liæðinni. En þótt slíkar safnanir og gjafir bæti eitthvað úr brýnni nauðsyn og sárustu neyð, þá þarf meira til. Dagar og ár liinna komandi tíma kalla eftir aðgerðum og umhyggju handa þeim, sem í myrkri sitja, meinum örleysis og skorts og „ekki megna sjálfum sér úr sinni neyð að bjarga.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.