Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 20
KIBKJUIiITIÐ
210
Já, en samt sem áður: Það er livorki framtíðin né fortíðin,
sem cr mikilvægast. Dagnrinn í dag gerir tilkall til þíu.
Hvað átti Jesús við? Jesús leit frarn til þess tíina, er koma
átti, til kaleiksins, er liann átti að tæma. Hann talaði mn, að
liann ætti að koma fram sein sá, er liefur vald á himni og
jörðu. Og liann sá, hvernig menn mundu koma frá austri og
vestri og sitja til horðs með Abraham og ísak og Jakob í Guðs
ríki
Og Jesús horfði aftur yfir líf þjóðarinnar, og aðvaraði og
átaldi.
En hann vissi, livers dagurinn í dag krafðist.
„Hverjum degi nægir sín þjáning“, sagði Jesús. Þetta er
viturlega sagt. Hvers vegna eigum vér að þola gott og illt
fyrirfram? Vér höfum áhyggjur af morgundeginum og kom-
andi dögum, mánuðum og árum, í stað þess að taka einn dag
í senn. Vér erum svo upptekin við það, sem er í fjarlægð, og
vanrækjum það, sem oss er næst. Hverjum degi nægir sitt,
sín þjáning, sín vinna, sín gleði.
Það er einkennilegt, að Jesús kenndi oss að hiðja um daglegt
brauð: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“ Þessu liefði senni"
lega enginn af oss fundið upp á. En það er jú í dag. að vei'
höfum og í dag að oss skortir liið daglega hrauð. Og það er
í dag, sem þú átt að trúa á almáttugan Guð, liinn algóða föðin',
sem veit allt, og sem allt hefur í ástkærri, almættis hendi
sinni.
Og það er í dag, sem þú átt að gera Guðs vilja. í dag átt þu
að lifa eða deyja.
/ dag, í dag. Látuin það hljóma fyrir oss. Dagurinn nieð
þjáningu sína, sem þú átt að bera. Guð liefur lagt þá byrði :1
þig. Hún er ekki þyngri en svo, að þú getir valdið henui-
Guð hjálpar þér. Og liann veit, að án þess getur þú ekki
f relsazt.
Dagurinn með verki því, sem þú átt að vinna með eilífði»a
fyrir augum. Jafnvel hið lítilmótlegasta verk er dýrmætt, ef
það er unnið Guði til dýrðar.
Og dagurinn með gleði sína. Án þess að þú megir þó festast
í þessum heimi, mundu, að þú átt hið bezta framundan.