Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 34
Séra Sverrir Haraldsson: Hart er nú í heimi Hart er nú í lieimi, hjörtun flaka í sárum, fullt af sorg og sviða, söknuði og tárum. Heimur heillasnauður hinztu sporin gengur. Vísindi og vizka vernda liann ei lengur. Heiftareldar lieitir hjörtu manna brenna. Yfir borg og byggðir blóðstraumarnir renna Ofund, lieift og hatur liafa völdin tekið, bræðralag og blessun burt á flótta rekið. Jafnvel guð er gleymdur, glötnð barnatrúin. Því er von að veröld virðist gæfu flúin. Þegar trúin týnist tapast allt hið bezta. Það er brösun heimsins, böfuðsyndin mesta.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.