Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 40
230 KIRKJURITIÐ lilýtur a3 vera gott, sem slíkt ómenni fordæmdi. Domitían, sem átti allmikið af grimmdaræði Nerós, ofsótti líka kristna menn. En sakir þess, sem var mannlegt við liann sá liann sig um hönd og kallaði lieim kristna menn, sem hann hafði rekið í útlegð. Allir ofsækjendur vorir hafa verið slíkir menn sem þessir, ranglátir, guðlausir og munaðarsjúkir. Bendið oss á einn ein- asta ofsækjanda kristindómsins meðal liinna mörgu keisara, sem komið liafa við sögu, og verið liefur vitur í guðdómlegum og mannlegum efnum! En vér getum vísað til eins er verndaði oss. Hinn mikilliæfi keisari, Markús Árelíus, vottaú í bréfuin sínum, að ef til vill liafi það verið sakir bæna kristinna manna, að hinum alkunna vatnsskorti létti í Germaníu. Keisari þessi undanskildi að vísu ekki kristna menn refsingu að lögum. En raunar afnam liann hegninguna, ]>ar er hann ákvað refsingn fyrir að kæra kristna menn. Þótt einhvern tíma hafi verið selt ill lög gegn kristnuin mönnum þurfa þau sennilega ekki að gilda eilíflega? Það eru að minnsta kosti mörg dæmi þess, að góð lög hafi fallið i fyrnsku. Til voru lög gegn eyðslusemi þar sem svo var a kveðið, að enginn mætti sóa meiru en 100 dölum til veizlu- halds, en nú eyða menn þúsundum í því skyni. Bannað var að bera gull nema í giftingarhringum. Eins var konum bannað að drekka vín. Þessu var svo stranglega framfylgt að til forna var kona svelt í liel í Róm fyrir að liafa komist í vínkjallara heimilisins; önnur kona, sem drakk vín, var drepin af eigni' manni sínum í hegningarskyni. Þá voru lijónaskilnaðir strang' lega hannaðir, enda áttu þeir sér ekki stað fyrstu fimm aldirn- ar í sögu Rómaborgar. En nú er fingrum og höndum, tám og fótum kvenna íþyngt með gullbaugum. Nú kvænast menn 1'1 að skilja. Lögunum um trúarbrögðin er líka liægur vandi að breyta. Guðinn Bacchus er ekki aðeins útrækur gerr í liöfuð- borginni, lieldur á allri Italíu. Serapis og Tsis voru rekin 1,1 guðatölu árið 50, en liafa nú verið tekin í liana á ný. Og þer’ herrar mínir, lofið fornöldina sí og æ, en þér innleiðið nýja tízku daglega hæði í klæðaburði, lifnaðarháttum, hugsunar- hætti og máli. Þér hafið sjálfir sagt sundur með yður °r feðrunum, og einnig í trúmálum. Ber þá brýna nauðsyn 1'1 að lialda í ósanngjörn lög gegn kristnum mönnum?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.