Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 32
222 KIRKJUIUTIÐ inu. Biblían segir frá styrjöldum, grimmd og eyðileggingu, og saga kristninnar segir frá grimmilegum ofsóknum, sem gengu yfir kristna menn og alkunnar eru trúarbragðastyrjaldir mið- aldanna, og styrjaldir okkar tíma, sem átl hafa rætur sínar í ofstækisfullri valdabaráttu og ólíkum stjórnmálaviðhorfum. Ekkert af þessu er í samræmi við þann boðskap og þau lífssannindi, sem felast í fagnaðarerindi Jesú. Við verðum að játa það, að hinn kristni heimur er ekki fullkominn, þó að við séum innilega þakklát fyrir margt, sem telja má beina ávexti þess fagnaðarerindis, sem Jesús Kristur flutli. II. Kirkjan og lieimsfriðurinn eru bugtök, sem eru rnjög nátengd í hugum kristinna manna, þrátt fyrir mismunandi skilning jieirra á sannindum trúarinnar. Það eru þó ekki allir, sem óska eftir friði og telja að barátta og styrjaldir Iiljóti að lialda áfram meðan mannkynið lifir a Jiessari jörð og séu jafnvel nauðsynlegar, til þess að J)oka þvi áfram á framfarabrautinni. Sagan segir frá mörgum valda- gráðugum harðstjórum, sem beiltu vopnavaldi, til þess að auka áhrif sín, en oftast fylgdi dauði og ofbeldi í fótspor Jieirra. Öld sú, sem við lifum nú á hefur ekki verið nein friðar- öld. Margir muna enn árin 1914—1918, en J)ó enn betur árin 1939—1945. Eftir þessar miklu styrjaldir varð friðarlnigsjónin enn ákveðnari. Þjóðabandalagið var stofnað eftir fyrri lieinis- styrjöld og Sameinuðu þjóðirnar eftir þá síðari. Þó að Þjóða- bandalagið liafi brugðist vonum manna, })á má segja, að Jæssi samtök Iiafi komið miklu góðu til vegar, og þá ekki sízt hinar Sameinuðu ])jóðir, sem án efa liafa, til þessa, komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina, livað sem það verður lengi. Víða um lieim standa púðurtunnur fullar og ef eldur er að þeim borinn getur illa farið. Það er því vissulega mikil liætta, sem vofir yfir beiminum í dag. Allir eru sammála um það, að skilningur og alþjóðlegt sam- starf sé nauðsynlegra og þýðingarmeira nú en nokkru sinnt áður. Hvað getur kirkjan gert fyrir beimsfriðinn? Með |)ví að boða fagnaðarerindi Jesú Krists, efla trú og siðgæði vinnui kirkjan beint og óbeint fyrir lieimsfriðinn. Þessir andlegu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.