Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 42
232 KMtKJURITIÐ vill annað’ eðli, eða erum vér fæddir mannætur? Kannske að vér liöfum krókódílstennur, eð’a úlfsmaga? Gerið yður í hugarlund, að þér ætluðuð að taka kristna trú! Þá munduð þér snúa yður til kristins forstöðumanns og spyrj- ast fyrir um livernig þér gætuð sótt kristnar samkomur og livað þér ættuð að liafa með’ yður. Já, segið hann: Þú verður að’ hafa með þér lítið barn, sem brosir við hnífsegginni, brauð til að þurrka upp blóð þess, Ijós og liund, og móður þína og systur til ákveðins saurlifnaðar! Halda menn að slíkt liafi komið fyrir? En nú skal ég segja yður livers vegna þér getið trúað slíku um oss kristna menn. Þetta er að vísu ógerlegt, en samt liefur nokkuð svipað' verið' framið’, ekki af oss, heldur yður! Allt fram á daga Tíberíusar fórnuðu menn Satúrnusi börnum 1 Afríku. Hengdu prestarnir þau upp í tré, en hermenn vorir stóðu þar vörð og geta borið þessu vitni. Og í Gallíu fórnuðu menn Merkúríusi gömlum mönnum. Já, höfuðguðinn Júpíter drottnar í liöfuðborginni Róm, og er líkneski lians laugað mannsblóði árlega. Svei, svarið þér, það er ekki annað blóð, sem þar er fórnað, en þeirra manna, sem barist liafa við óarga dýr! Jæja látum sem svo sé, en mannsblóð er það nú samt, og ekki batnar Júpíter við það, að vera laugaður af blóði illmenna. Vér drepum ekki börn, en þér drepið þau eins og alkunn- ugt er. Þér drekkið nýfæddum börnum, eða berið þau lil svo að þau deyja liungurdauð’a, eða eru etin af hundum. Morð er bannað á meðal vor, vér deyðum ekki einu sinni börn fyrir fæðingu, en livað gerið þér í þeim efnum? Vér etum ekki menn, Iivorki börn né fullorðna. En þér etið þó ket þeirra villidýra, sem hámuðu í sig menn í kappleikjum. Þér sleikið út um af græðgi í bjarnarmaga, sem er úttroðinn af manna- keti! Hvernig ættum vér, sem höfum jafnvel óbeit á dýrsblóði að neyta mannsblóðs? Nei, herrar mínir, nú skal ég gefa yður gott ráð. Þér eruð vanir að komast að því bvort vér séum kristnir með því, að bjóða oss að færa líkneski keisarans reykelsisfórn. Neituin ver því, telja menn oss kristna. Væri ekki betra að reyna livorl vér vildum drekka mannsblóð? Ef vér sypum á því, og rennd- um því niður af beztu lyst, þá værum vér sannir að sök.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.