Kirkjuritið - 01.05.1970, Page 34

Kirkjuritið - 01.05.1970, Page 34
Séra Sverrir Haraldsson: Hart er nú í heimi Hart er nú í lieimi, hjörtun flaka í sárum, fullt af sorg og sviða, söknuði og tárum. Heimur heillasnauður hinztu sporin gengur. Vísindi og vizka vernda liann ei lengur. Heiftareldar lieitir hjörtu manna brenna. Yfir borg og byggðir blóðstraumarnir renna Ofund, lieift og hatur liafa völdin tekið, bræðralag og blessun burt á flótta rekið. Jafnvel guð er gleymdur, glötnð barnatrúin. Því er von að veröld virðist gæfu flúin. Þegar trúin týnist tapast allt hið bezta. Það er brösun heimsins, böfuðsyndin mesta.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.