Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 5

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 5
í GÁTTUM Hvað er kristinn dómur? -— Og hverjir eru kristnir? Þcer spurningar munu líklega vaxa einhverjum í augum. Þó eru þcer ekki stcerri en svo, að prestur cetti að kunna svörin. Hvernig cetti hann að öðrum kosti að dirfast að lóta vígja sig til að þjóna og kenna í nafni Jesú Krists? Sú var tíð, að pófar þóttu kunna svör við öllum spurningum, og þeir gótu fellt óyggjandi úrskurð í hverju móli. Þeir geymdu vizkuna ,,in scrinio pectoris", — í skríni hjartans, því að sú vizka fylgdi lyklavald- inu. Lúther snerist gegn slíkum kenningum af mikilli dirfsku og einurð og taldi þcer rótina að villum kirkjunnar. Seinna komust svo einhverjir guðfrceðingar að þeirri niðurstöðu, að rótin að siðbót Lúthers hefði verið í samvizku hans. Hann hlýddi rödd samvizkunnar, sögðu þeir, og það gerði gœfumuninn. — Það var og. — Hann, -— sjólfur erkifjandi pófans, ótti þó m. ö. o. sitt eigið hjartaskrín til að sœkja í úrskurði og svör. — Von er að einfaldir menn ruglist í ríminu. Þessi örsmóa saga er með nokkrum hcetti saga kristinnar guðfrœði um margar aldir, — Og þó ekki. — í hana skortir það, sem öllu móli skiptir-. Ritninguna og Krist sjólfan. Hið sanna er, að sjólfsögðu, að Lúther sótti ekkert í samvizku sína, er hann gerði uppreisn gegn pófum, kirkjuþingum og erfikenningum. Hins vegar batt samvizkan hann við hið eina sanna skrín vizkunnar, hina einu uppsprettu lifandi vatns, — orð Guðs. Þcer gömlu spurningar, sem hér eru efst ó blaði, eru enn í fullu gildi. Svör þeirra eru ekkert hégómamól. Þcer hljóta að herja með nýju afli ó samvizku hvers kennimanns ó fslandi þessa daga. Og saman verða þcer ein stór spurning, ein hin stcersta, sem þekkist, spurningin um úr- skurðarvaldið. Megi hefti þetta herða ó þeirri spurning. — G. Ól. Ól. 3

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.