Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 8
... en með Jesú er upprisa hinna dauðu hafin „Einhverjir hafa rænt gröfina!“ H/laría Magdalena var hugstola. Hún var komin til a8 líta eftir gröf Jesú. Nú var öllu lokiS. Hann var dáinn, en gröf hans skyldi þó hirða, hvað sem öSru leið. Hún var hiS eina, sem þeim var eftir skilið. En hver hafði opnaS gröfina? Hver hafði tekið líkamann? Áttu þau þá ekki einu sinni að fá að varðveita gröf hans? Hún var hrelld, — næstum í dofa af þeirri sorg, sem atburðir síðustu daga höfðu steypt yfir hana og vinahópinn. Hún snýr sér við og verður vör við mann í garðinum, sem gröfin var í. Það hlýtur að vera grasgarðsvörðurinn. Ef til vill vissi hann eitthvað? „Tókst þú hann burtu? Seg mér, hvar þú hefur lagt hann!“ Maðurinn brosir róandi við henni. Henni finnst sem bregði fyrir gleðibliki í augum hans. Þessi augu .... ? „María!“ — Henni verður bilt við. Þekkir hann hana? Og röddin þessi En það getur með engu móti verið ...!?! „Meistari!!" Hún hrópar það skjálfandi af streitunni milli óttans við vonbrigðin í sorginni og óslökkvandi vonarneistans og örvita gleði. „Það ert þú, Jesús!“ Hún hleypur til og ætlar að faðma hann, en hann stöðvar hana og biður hana fara til bræðranna og segja þeim, að brátt muni hann fara upp til hans, sem bæði sé Guð og faðir þeirra og hans sjálfs. María var sannfærö. Og boS þau, er hún flutti bræðrum Jesú í gleði sinni, hafa brátt verið borin manni eftir mann í tvær þúsundir ára. Og menn hafa sannfærzt — eins og María. Þessa dagana flytja blöð, útvarp og sjón- varp, tímarit og umburðarbréf — og tugþúsundir ræðumanna tíðindin lengra: JESÚS LIFIR! Hann var dáinn, en að liðnum þrem dögum aðeins reis hann aftur upp í líkamanum, og hefur síðan verið óslitið að verki allt til þessa. — Jesús er ekki hinn eini af þeim, sem dánir eru, sem snúið hefur aftur til lífsins, segir Alex Johnson biskup í viðtali við Páska- blaðsmenn. Við vitum auk heldur nöfn nokkurra annarra. Þar má t.d. telja Lasarus. Það er augljóst, að hann var dáinn, en Jesús lífgaði hann að nýju. Eins var um dóttur Jairusar og son ekkjunnar af Nain. En engu að síður er regin munur á öllu þessu fólki og Jesú. Það er allt dáið aftur. Það fékk aðeins frest. Það er eina fólkið, sem dáið hefur tvisvar. Upprisa Jesú er aftur á móti allt annars eðlis. Hann hefur gengið inn í tilveru, sem er með ailt öðru móti. Hann er að vísu hinn sami. Þeir gátu þreifað á honum, og hann gat etið og drukkið. Þar með er ekki fullyrt, að Jesús þurfi enn í dag að eta, en hann gerði það í það sinn til þess að sýna að hann væri raunverulegur. — Á hverju er trúin á upprisu Jesú sem sögulegan atburð eiginlega byggð? Eru heimildirnar traustar? Hin tóma gröf er söguleg staðreynd — Um upprisuna eru til góðar heimildir. Hin elzta og traustasta heimild var rituð snemma á fimmta áratugnum eftir fæðing Jesú, — sem sagt í hæsta lagi tuttugu og 6

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.