Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 11

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 11
Auðveldara að trúa í dag það er afar ósennilegt, að lærisvein- amir hafi gert það. Þeir hlytu þá að hafa vitað, að þeir hefðu gert það. Og Þá verður með engu móti fært að skýra þá róttæku breytingu, sem varð á lærisveinunum þessa daga. Sagn- fræðilega leikur enginn efi á því, að iasrisveinarnir trúðu því í raun og veru, a3 Jesús væri upprisinn. — En Jesús gat verið skindauður? Ei" það ekki fræðilega hugsanlegt? — Að vísu, en Rómverjarnir höfðu sjálfir gengið úr skugga um, að svo var ekki. Vegna eftirlits Rómverjanna var Ijóst, að Jesús var þegar látinn. Þeir brutu því ekki bein hans, heldur stungu spjóti í síðu hans, svo að blóð °9 vatn rann út. Hann var sýnilega látinn. Á því er rækileg áherzla. Þess vegna er sagt, að hann hafi verið grafinn. Það var er>ginn vafi. En það, sem sker þó með öllu úr og kollvarpar öllum tilgátum, sér Alex Johnson í frásögnunum af „birting- unum.“ Það voru þær, sem sannfærðu lasrisveinana, — það, að Jesús kom í raun og veru til þeirra, að Tómas fékk a3 snerta hann eins og Jóhannes segir frá. En Johnson biskup fellst þó á játn- lngu. Upprisa Jesú var sem sé þess háttar atburður, að vildu menn ekki frúa honum, þá gátu þeir, — og geta, látið það eiga sig. Þetta séstgleggst af því, að öllum þeim, sem sannfærð- ust um upprisuna, varð hún sérstök lífsreynsla. Dæmi þessa er fundur Maríu og Jesú. Hún hélt fyrst, að hann væri garðvörðurinn. En þegar Jesús nefnir nafn hennar: „María.“ áttar hún sig á, hver hann er. Það er einnig ein- kennandi, að það fer ætíð saman að bera kennsl á Jesúm og að viðurkenna hann. Það sést af svari Maríu: ,Meist- ari!“ sem sýnir, að hún viðurkennir hann sem frelsara og drottin. GuS vildi í stuttu máli sagt, að upprisan væri með þeim hætti, að vér værum til neydd, — ekki að- eins að þekkja til hennar, — heldur einnig að viðurkenna hana. Maður getur þess vegna ekki orðið trúað- ur á þetta og sagt jafnframt: „Ég kæri mig ekki um þetta!“ Guð hefur gert þetta, að þeirri reynslu ein- staklingsins, sem öliu máli skiptir. — En margir munu telja, að örð- ugra sé að trúa þessu í dag, en það var fyrir samtímamenn Jesú? — Þvert á móti! Það er auðveldara fyrir oss að trúa. Vér höfum vitnisburð þeirra. Vér höfum frásagnirnar um, hvernig það orkaði á þá að mæta hinum upprisna. Þeir voru í sannleika aumkunarverður hópur: Svikari, afneit- ari, og hinir flúðu. Reyndar eru kunnar miklu meiri hetjudáðir áþekkra hópa. En vér vitum, hvernig þeir gengu fram sem djarfir vottar eftir páskana og liðu síðan píslarvættisdauða fyrir trú sína. Þar er breyting, sem ekki verður skýrð með svikum. — Hafið þér aldrei efazt? — Aldrei um upprisu Jesú. Við hana er ég uppalinn. En segja mætti, að viðhorf mitt til hennar hafi verið eitt- hvað líkt og viðhorf Björgvinjarbúa til veðurfregnanna fyrir austurlandið: Hann efast ekki um þær, en hann hef- ur ekki áhuga á þeim. 9

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.