Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 14

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 14
Kristur er frumgróðinn En ég birti ySur, brœður, fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku, sem þér einnig standið stöðugir i, ef þér haldið fast við orðið, sem ég boðaði yður fagnaðarerindið með — nema svo skyldi vera, að þér hafið ófyrirsynju trúna tekið. Því að það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvœmt ritningunum, og hann var grafinn, og að hann er upp risinn á þriðja degi samkvœmt ritningunum, og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Siðan birtist hann meira en fimm hundruð brœðrum í einu, sem flestir eru ó lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Siðan birtist hann Jakobi, því nœst postulunum öllum. En siðast allra birtist hann einnig mér eins og ótímaburði. Þvi að ég er síztur postulanna, og er ekki þess verður að kallast postuli, með því að ég ofsótti söfnuð Guðs. En af Guðs nóð er ég það, sem ég er, og nóð hans við mig hefur ekki orðið til ónýtis, held-< ur hef ég erfiðað meira en þeir allir, þó ekki ég, heldur nóðin Guðs með mér. Hvort sem það því er ég eða þeir, þó prédikum vér þannig, og þannig hafjð þér trúna tekið. En ef nú er prédikað, að Kristur sé upp risinn frá dauðum, hvernig segja þá nokkrir á meðal yðar, að upprisa dauðra sé ekki til? En ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upp risinn. En ef Kristur er ekki upp risinn, þá er ónýt prédikun 'vor, ónýt líka trú yðar. En vér reyn- umst þá og Ijúgvottar um Guð, því að vér höfum vitnað á móti Guði, að hann hafi upp vakið Krist, sem hann hefur ekki upp vakið, svo fram- arlega sem dauðjr ekki upp rísa. Því að ef dauðir risa ekki upp, er Kristur ekki heldur upp risinn. En ef Kristur er ekki upp risinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, og jafnframt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist. Ef vér höfum sett von vora til Krists í þessu lífi, og allt er þá úti — þá erum vér aumkunarverðastir allra manna. En nú er Kristur upp risinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofn- aðir eru. Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann. Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist. En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn. Því nœst þeir sem Kristi tilheyra við komu hans. I. Kor. 15, 1—23. 12

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.