Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 15
aS ganga um luktar dyr. En þetta er
ekki skoðun postulanna. Þvert á móti.
þeir hugsa sér það fremur, — svo að
notuð sé nýtízkuleg mynd, — sem flug-
vél, sem kljúfi skýin án þess nokkurt
9at komi á þau. Flugvélin er m. ö. o.
ár svo miklu þéttara efni.
Andinn er hið þyngsta og þéttasta
efni, sem til er
Þannig getum vér hugsað oss, að
líkami Jesú hafi allt annars konar
Þéttleika og hörku en nokkurt
Þekkt efni. Þess vegna gat hann
gengið beint í gegnum hurðir. Það
var enginn galdur. Andinn er hið
Þyngsta og þéttasta, sem til er.
Þeim, sem hefur reynt upprisu
Þoldsins, hlýtur því að virðast þessi
Þlvera hér eins konar draugatil-
vera, — en ekki hið gagnstæða,
eins og vér hneigjumst til að halda.
Til þess að lýsa þessu enn greinilegar
°9 sýna, að þetta er langt frá því að
vera nútímaskilningur fyrir kristinni
kirkju, segir Johnson biskup helgi-
sögu frá miðöldum, sem birt er á
öðrum stað í blaðinu.
— Maðurinn breytist mjög á ævi
sinni. Hver verður vakinn upp, — verð-
Ur það sá ungi eða sá gamli Alex
Johnson?
— Hér er bezt að hugsa af skyn-
semi. Eigi ég t.d. eftir að lifa í sjö
ér enn, þá segja vísindamenn, að
Það efni, sem í dag myndar líkama
hiinn, verði með öllu horfið og ann-
að komið í staðinn. Þær frumeindir
og frumur, sem eru í líkama mínum
í dag, verða þá, vegna hinna eðli-
!egu efnaskipta, allt annars staðar:
í sjónum, í jörðu, — e.t.v. með fæðu
í allt öðrum manni, sem fæðst hef-
ur á þessum árum?! Því segir Páll
einnig: „Hold og blóð getur eigi
erft Guðs ríki.“
Þetta er líkast því að hlýða á guð-
fræðilegan og líffræðilegan fyrirlestur,
og við verðum að játa, að sá góði
biskup kemur okkur enn á óvart. En
hann hefur vissulega á réttu að standa
í því, að það efni, sem er í líkömum
vorum, er unnt að fá keypt fyrir fá-
einar krónur í næsta apóteki. Hefur
Páll haft það í huga? ,,Ekki er allt
hold sama hold. Heldur er mannsins
eitt og hold kvikfjárins annað, eitt er
hold fuglanna og annað fiskanna. Og
til eru himneskir líkamir og jarðneskir
líkamir.“
Það er með öðrum orðum Ijóst,
heldur Johnson áfram, að sá líkami,
sem ég hef nú, er úr efnum, sem ekki
voru í mér fyrir tuttugu árum, en —
kona mín þekkir mig þó. Hún þekkir
mig á röddinni, á hreyfingunum, á
háttum mínum . ..
Sem sagt: Líkaminn er eitthvað ann-
að en þau efni, sem hann er úr. Það
er eitthvað, sem veldur því, að vér
öðlumst hvert og eitt líkama, sem ein-
kennir einstakling. Þetta er það, sem
rísa skal upp, — sem sé sá varanlegi
líkami, sem veldur því, að ég er ég
og enginn annar. Því er einnig tekið
svo til orða, að hann kalli oss með
nafni.
— Hvað er það eiginlega, sem ein-
kennir hvern einstakling?
— Það er í rauninni fyrst, þegar
staðið er hjá líki þess, sem var
kær, að þetta skilsf. Þegar horft er
13