Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 17
held ég viti það!“ Þá stundina mátti
Þreifa á eftirvæntingunni í hópnum.
’-Himinninn er utan við og inni á milli!“
Þetta er alveg snilldarlegt svar.
Himinninn er „utan við“ hugmyndir
v°rar í tíma og rúmi. Þar eru engir
kilómetrar og engin almanök. Jafn-
f|,amt er himinninn inni á milli, —
sem sé frumeindirnar. Þess vegna
er Guð bæði nær og fjarri. Hann er
„utan við og inni á milli.“
Eða — svo að hugdettu drengs-
ins sé snúið. Himinninn er utan við
tímann og utan við rúmið og þess
vegna jafn nærri hverri vetrarbraut,
hverri frumeind sem hverju biðjandi
mannshjarta.
Fjölskyldan
í Ijósi kristilegrar siðfræfii
En þrátt fyrir augljós bætt ytri skilyrði fjölskyldunnar til farsældar, er
engan veginn jafn augljóst, að innan véþanda hennar þróist fegurra
mannlíf en áður var. Ræður í því efni tvímælalaust miklu, að siðferðis-
styrkur manna hefur ekki vaxið að sama skapi og bætt Iífskjör.
Það kann að hljóma þverstæðukennt, en svo virðist sem bættur hag-
ur auki á óánægju manna með hlutskipti sitt í lífinu. Ein skýring á því
fyrirbæri virðist nærtæk, en hún er sú, að síaukin sölumennska neyzlu-
samfélagsins grundvallast á því að halda að mönnum þeim boðskap, að
það, sem þeir búa við, sé þeim ónógt. Siðferðisstyrkur er samansettur
úr ýmsum þáttum, en veigamikill þáttur er vafalítið sá eiginleiki að
kunna sér hóf, að hafa þrek til þess að veita viðnám gegn tafarlausri
fullnægingu nýrra og nýrra óska. Sú nauðung sölumennskunnar, sem
menn búa við nú á dögum grefur undan siðferðisstyrknum að því leyti
að beinlínis er að því stefnt, að menn veiti ekki viðnám.
Sjá bls. 48—53
15