Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 18
SÍRA KRISTJÁN RÓBERTSSON:
Tilveruspeki
og trúin hrein
Grein Heimis Steinssonar Skálholts-
rektors í síðasta tölublaði Kirkjurits-
ins bar með sér kunnuglegan andblæ.
Sjálf fyrirsögnin sló þann tón sem fáir
kristnir guðfræðingar hafa komist hjá
að heyra á undanförnum árum. Skil-
greining Heideggers á tilverunni sem
„ein Sein zum Tode“ hefur að vísu
ekki verið samþykkt af kristnum kirkju-
deildum sem endanleg niðurstaða
þess viðamikla máls. En þeir guðfræð-
ingar sem rakið hafa hugsanaþráð
Heideggers og fleiri tilveruspekinga
áfram og reynt að hagnýta þau viðhorf
í kristinni guðfræði hafa sannarlega
haft nógu hátt til þess að ekki hefur
verið hjá því komist að hlusta á þá.
Undirritaður skal fúslega viðurkenna
að fyrir nokkrum árum fannst honum
þessi nýi tónn sæmilega athyglisverð-
ur. Og það get ég samþykkt með
Skálholtsrektor í viðbótarádrepu hans
í Morgunblaðinu 23. maí að existens-
eða tilveruguðfræðin er hvorki íhalds-
söm né miðaldaleg. Hún hefur oftar,
og það ekki að ástæðulausu, verið
sökuð um ótilhlýðilegt frjálslyndi. Til-
veruguðfræðin í sinni núverandi mynd
er skilgetið afkvæmi 20. aldarinnar,
tískufyrirbrigði ef svo mætti segja, og
henni er ætlað að gera kristna hug-
myndafræði aðgengilega fyrir nútíma-
fólk. Hún er hugsuð sem tímabært
svar til nútímamannsins í vandræðum
hans við að átta sig á þeim dökka
veruleika og þeim aðstæðum sem um-
lykja hann. Tiiraunir kristinna guðfræð-
inga til að nota aðferðir tilveruspekinn-
ar í þessum tilgangi voru gerðar, sum-
ar hverjar a. m. k., í alvöru og af heið-
arleika. Hitt er svo annað mál hvort
niðurstaðan af þessari 20. aldar skóla-
speki hefur reynst lyftistöng kristn-
innar á erfiðum tímum. Þeim guðfræð-
16