Kirkjuritið - 01.04.1975, Síða 22

Kirkjuritið - 01.04.1975, Síða 22
meö Páli postula reiknar með því að Guð verði um síðir allt í öllu getur ekki litið á tilveruna sem tilgangslausa. Svo lengi sem ekki verður sannað fyrir mér með orðum Heilagrar ritningar að til- veran sé tilgangslaus mun ég halla mér að hinu að Guð sjái einhvern til- gang í þeirri sköpun sinni sem hann hefur fórnað svo miklu fyrir. Hversu hrein trú sem þetta neikvæða viðhorf kann að vera í augum tilveruspekinga þá munu þeir kristnir menn vera fleiri sem telja þetta óbiblíulegt viðhorf. Hinir kristnu menn tómhyggjunnar (ber að skilja það svo að engir séu kristnir nema þeir?) eru að mati rekt- ors þeir einu sem horfast í augu við sannleikann, „allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.“ Þetta hóg- væra mat tilveruspekinga á eigin raun- sæi er þeirra séreign. Vera má að það sé að kenna slakri greind að ekki eru aðrir læsir á myndmál tilveruspekinga en þeir sjálfir. Einhver ástæða kann þó að vera til þess að þeir eru misskildir jafnoft og raun ber vitni. Heimspeki tilveruspekinganna var ætluð nútímamanninum til þess að hann gæti betur áttað sig á og horfst í augu við þá tilveru sem hann lifir í. Paul van Buren hefur hinsvegar skotið fram þeirri athugasemd að hann botni ekki í hvar hinir vinstri sinnuðu til- veruspekingar hafi fundið þennan svo- kallaða nútímamann sinn. Hann vill meina að þeir hafi búið til ímynd manns sem aðrir kannist ekki við. Kann að vera að það sé svipað með sannleikann sem tilveruspekingarnir horfast í augu við að enginn komi auga á hann nema þeir af því að þeir sjálf- ir hafi búið hann til? 20 IV. Grein Skálholtsrektors er um leið op- ið bréf til allra þeirra fyrrverandi coll- ega hans sem enn stunda prédikun í þessu landi. Hann brýnir fyrir okkur að beita hvössum rökum tómhyggjunnar til að sýna mönnum fram á hversu von- laus hún sé öll trú nútímans á hin og þessi gæði og hugsjónir sem hann telur upp. Síðan bætir hann við: „Eng- inn er líklegri til afturhvarfs en sá sem nógu rækilega hefur verið rekinn út í eyðimörk tilgangsleysis og tóms. „Tómhyggjan“ er tilfinningaleg og vit- ræn forsenda prédikunarinnar, for- senda prédikunarinnar, forsenda trú- arinnar hreinu.“ Ekki bregst rektor sínum lærimeist- urum á þessu sviði fremur en öðrum. Eins og Harvey Cox hefur bent á I gagnrýni sinni á tilveruspekinga eiga þeir enga leið til venjulegs nútímafólks aðra en þá að koma því I einskonar svimaástand áður en þeir fara að pré- dika yfir því. Og úr því ég er farinn að vitna I Harvey Cox er best að ég geti um hvernig tilveruspekin varð til samkvæmt hans skýringu. Hin mennt- aða miðstétt Evrópu hafði mikil völd og áhrif á 18. og 19. öld. Á 20. öldinni varð hún að þoka fyrir nýjum áhrifa- stéttum, tæknifræðingum, vísinda- mönnum, félagsfræðingum og pólitísk- um byltingamönnum. Þar sem nú þessi menntaða miðstétt hafði glatað sinni mikilvægu aðstöðu og hlutverki skap- aði hún tilveruspekina í sinni núver- andi mynd til þess að sanna heiminum að öll tilvera sé tilgangslaus. Tilveruguðfræðingarnir benda að vísu á hina óskiljanlegu kristnu von. J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.