Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 26
HEIMIR STEINSSON, rektor Lýðháskólans í Skálholti: Af eigin hóli- Tilraun til uppgjörs við ýmsa pætti svonefndrar tilveruguðfræðí Grein sú, er ég fékk birta í síðasta tölublaði Kirkjurits, hefur sem kunn- ugt er valdið uppþoti í fjölmiðlum. Hér verður ekki að marki fjallað um neina þeirra sendinga, sem ég hef fengið úr ýmsum áttum, þótt lítillega verði að sumum þeirra vikið. Þessu sinni skal öðru máli hreyft, — og í öðrum tóni. Á ég þar við hug myndir þær, er liggja til grundvallar áður nefndu skrifi í Kirkjuriti. Ég hef látið þess getið í dagblaði, að þar sé á ferðinni minn eiginn skilningur, — eða misskilningur, — á brotum úr svonefndri existensguðfræði, en hún verður nettast kölluð ,,tilveruguðfræði“ á íslenzku. Af ýmsum ástæðum tel ég rétt að skýra þessa yfirlýsingu nokkru nánar. Skal það nú gert eftir föngum. En geta ber þess, að tími minn er naumur, svo að ekki verður um annað að ræða en það eitt að stikla á stóru, nefna fáein grundvallaratriði. Jafnframt ber mér að leggja á það áherzlu, að hér er á ferðinni persónu- legt viðhorf mitt, að einhverju leyti byggt á nefndri guðfræði, en ekki nema að litlu leyti endursögn annarra manna þanka. Skal því enginn annar gerður ábyrgur fyrir því, sem hér fer á eftir, — né heldur ég fyrir skoðunum, sem ekki er hér að finna. I. Sögu svonefndrar „tilveruheimspeki" (existentialisma) hlýt ég að hlaupa yf- ir. Það er alkunna, að upphafsmaður þeirra hugmynda á síðustu öldum er Daninn Soren Kierkegaard. Frá honum liggur vegurinn m. a. um hlað þýzku neimspekinganna Nietzsches og Heid- eggers, svo og Frakkans Jean-Paul Sartres, svo að örfáir séu nefndir. Verk þessara manna eru með ýmsum hætti forsendur tilveruguðfræði okkar daga. Jafnframt er rétt að benda skýrt á, 24

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.