Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 28
Því síður verður reynt að fást við ,,afmytoíogiseringuna.“ Þar er efni eigi minna en hið fyrr nefnda. Auk þess fæ ég ekki séð, að þetta hugtak varði beinlínis þau mál, sem mér liggja á hjarta, þótt vissulega sé um skyldleika að ræða. Með þessu er ekki sagt, að það við- fangsefnið, sem eftir er, þ. e. hug- myndir Bultmanns um hjálpræðissög- una, sé einhverjir smámunir, sem auð- veldlega verði gerð skil I tímaritsgrein. Fjarri fer því. Hins vegar er einmitt þetta efni svo nátengt því, sem hér verður rætt, að ég kemst ekki hjá því að reyna að orðræra það í stuttu máli, afmarka það og síðan útiloka, áður en ég get haldið áfram þessum þanka- brotum. Það er augljóst, að takmarkað traust Bultmanns til Ritningarinnar sem sögu- legrar neimildar felur það í sér, a. m. k. að því er til Nýja testamentisins tekur, að gengið er framhjá því, sem nefnt hefurverið „kennivald postulanna." Nú virðist mér það jafn Ijóst, að í raun lifir kristinn maður í trú á það, sem postular Jesú vitna um í hinum ýmsu ritum Nýja testamentisins. Með þess- um vitnisburði stendur öll okkar trú eða fellur. Ef postularnir fara rétt með frásagnirnar um líf Jesú, dauða hans og upprisu, getum við byggt tilveru okkar á vitnisburði þeirra og lotið þeim Guði, sem gerðist maður í Jesú Kristi. Ef postularnir hins vegar fara rangt með hinar sömu frásagnir, er ekki ástæða til að gera þeim sögum hærra undir höfði en öðrum fornum ævintýr- um. Enginn getur byggt líf sitt á þjóð- sögum aftan úr öldum. Þess vegna skiptir það einmitt meginmáli, hvort 26 vitnisburður postulanna er réttur eða rangur, hvort Nýja testamentiðeráreiö- anleg „söguleg heimild" eða ekki. Mér hefur aldrei tekizt að skilja þá hugmynd Bultmanns, að það t. d. ekki ráði neinum úrslitum, hvort Kristur raunverulega reis upp eða ekki, held- ur sé hitt eitt afgerandi, að ég heyri orðið um upprisuna boðað og tileinki mér það í trú. Ef Kristur raunverulega reis upp frá dauðum ,,sem frumgróði þeirra, er sofnaðir eru“, hefur hann að sínu leyti brotið dauðann á bak aftur og hins vegar opnað lærisveinum sínum dyr ævarandi samvista við sig í Guðs ríki. Þetta hefur hann þá gert, hvort sem Jón Jónsson trúir því eða ekki. Sé Kristur hins vegar ekki upprisinn, verður ,,boðskapurinn“ um upprisu hans ekki hótinu sannari, þótt Jón Jónsson sefji sjálfan sig til að trúa þeirri forneskjulegu lygasögu, sem þat með er yfir honum þulin á páskum. Með þessu er ekki sagt, að kristinn maður krefjist þess, að allir viðburðir hjálpræðissögunnar fái staðizt dóm hversdagslegrar sagnfræði. Sú fræði- grein fæst einvörðungu við þau eíni, er lúta orsakalögmálinu. Þýðingar- mestu þættir hjálpræðissögunnar oru handan þess lögmáls. Þar af leiðandi getur sagnfræðingur ekki tjáð sig urn þá á grundvelli sérþekkingar sinnar. Það, sem kristinn maður reiðir siO á, er sá vitnisburður, sem postular Jesú Krists flytja um þessa þætti hjálp- ræðissögunnar og aðra. Sjálfir eru postularnir útvaldir af Kristi til þess að vera vottar hans, til þess að greina frá þeim atþurðum, er urðu í lífi hans, dauða og upprisu. Jesús Kristur er i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.