Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 31

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 31
Urri þa5, hvernig opinberun hans eigi sér stað. Hann hefur ekki afhent okkur neina óumdeilanlega formúlu fyrir því, hvernig skilja beri það ritsafn endanna é milli, er hefur að geyma opinberun hans. Þegar dýpra er skyggnzt, er heldur ekki við slíku að búast. Guð hefur gætt tT|anninn tilteknum eigindum, — og sett honum ákveðin takmörk. Guð op- 'aberast þeim manni, sem hann hefur skapað þann veg búinn. Hann um- turnar ekki þeim takmörkum, sem ^anninum eru sett, heldur talar hann hl mannsins eins og maðurinn er. Og jafnvel tiltölulega yfirborðsleg könnun a ^nanninum leiðir það í Ijós, að hann er þess alls ekki umkominn að skilja, hvernig opinberun Guðs á sér stað. Undanfarnar vikur hefur þó nokkuð Verið um það talað í blöðum, að mönn- Pum beri að ,,trúa“ ísamræmi við,,heil- br'9ða skynsemi.“ Ekki er mér það að fuHu Ijóst, hvað átt er við með þessari staðhæfingu. En mig grunar, að þessi 0rð sé oft að finna í munni manna, er hvorki hafa reynt að gera sér fulla 9rein fyrir því, hvað ,,trú“ er né ,,skyn- semi.“ — Hér ætti ekki að þurfa að fjölyrða um fnnmanúel Kant né heldur um það, sem hann segir um takmörk mannlegrar skynsemi. Saklaust ætti það þó að vera að riíja upp niðurstöðu hans: Maðurinn íær alls ekki skilið þá veröld, sem hann er borinn til. Grundvallarlög- ^él þeirrar veraldar eru vitsmunum hans oívaxin. þessi niðurstaða hefur ekki verið hrakin, — mér vitanlega. Ég hygg raunar, að lítið hafi farið fyrir tilraunum til að hrekja hana yfirleitt. Hún er löngu orðin eins konar sameign Vest- urlandabúa, — liður í almennri mennt- un fólks. En auðvitað er hægt að ganga fram- hjá þessari niðurstöðu og tala, eins og ekkert hafi í skorizt um það að „trúa“ í samræmi við „heilbrigða skynsemi" eða um að „styðja líf eftir dauða raun- vísindalegum rökum.“ i) Yfirleitt er þó nokkuð til af einkennilegu fólki, sem gengur framhjá einföldustu niðurstöð- um raunvísinda eða rökfræði. Enn er eflaust hægt að finna menn, sem halda því fram, að jörðin sé flöt. Það sé fjarri mér að troða illsakir við þess háttar fólk. Hins vegar getur það varla vænzt þess, að nokkur Ijái því eyra til lengd- ar. Enda heldur jörðin áfram að vera hnöttur, hvað svo sem áliti þessa fólks líður. Maðurinn fær alls ekki skilið þá ver- öld, sem hann er borinn til. Grundvall- arlögmál þeirrar veraldar eru vitsmun- um hans ofvaxin. En hvað ættu þá „heilbrigð skynsemi" eða „raunvís- índaleg rök“ að geta sagt um þann Guð, sem að baki þessari veröld býr, þann Guð, sem skóp heiminn og hefur hann í hendi sér? Þegar nú sá Guð gengur fram á foldu og mælir við menn, hvernig fær þá maðurinn skilið þann viðburð? Og hvaða möguleika ætti maðurinn að hafa til að botna í því, með hvaða hætti Guð hefur látið samanskrifa þær bækur, er segja frá aðdraganda þessa viðburðar og að endingu frá viðburðinum sjálfum? 1) Sbr. grein sr. Þóris Stephensen, Mbl.16. mai. 29

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.