Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 33
að meS ótvíræðum hætti opinberast
Guð í einum saman Jesú Kristi, — og
nú undirstrikað, að beinan vitnisburð
um þessa opinberun er hvergi að finna
nema í Biblíunni. Ég hef og íramar í
Þessu máli lagt áherzlu á það, að sú
viðburðarás, sem þessu eíni tengist og
Postularnir vitna um, væri sannsögu-
leQt efni. Loks vakti ég athygli á því,
að opinberunin er tvibent: Annars
Vegar rýfur hinn huldi og óskiljanlegi
Guð þögnina og gengur fram á foldu.
'Jafnframt heldur hann áfram að vera
úskiljanlegur leyndardómur, — þrátt
tyrir opinberun sína.
^r þá unnt að segja, að opinberun
Guðs í Jesú Kristi „liggi fyrir“ í Ritn-
lngunni, þannig að þar geti maðurinn
Vegið hana og metið, svipað og hug-
takaröð eða gjafabréf upp á jarðar-
Part?
Fjarri fer því! Sá sem nálgast Biblí-
Une og nefur að leiðarljósi „hlutlaust"
mat fræðimannsins á hugmyndum eða
góðbóndans á landsskika, mun aldrei
tinna opinberun Guðs á blöðum henn-
ar- Hann kann að finna athyglisvert
trúarbragðasögulegt efni. Hann getur
e- t. v. samið langhunda um menningu
^usturlandaþjóða að fornu. Má og
Vera, að hann hitti fyrir eitthvað það,
Sem fornleifa'ræðingum þykir matur í.
^thygiisverg r hlutir, fróðlegir og
skemmtilegir kunna að liggja honum
' augum uppi.
En svo lengi sem hann nálgast Bibl-
IUna með ofangreindu hugarfari mun
óann aldrei verða neins þess áskynja,
er gengur honum til hjarta. Þegar hann
^efur lokið lestri hverju sinni, stendur
hann á fætur og snýr sér að öðrum
efnum. ,,Lífsskoðun“ hans er ósnort-
in af því, sem hann las, ,,trú“ hans
sömuleiðis, ef hann á sér einhverja.
Grundvöllur persónulegrar tilveru hans
er óbreyttur.
Hinn, sem tekur Biblíuna sér í hönd
í því skyni að finna þar hjálp í vanda,
lausn einhverrar ráðgátu, vit í tilver-
unni og tilgang lífsins, Guð í guðvana
heimi, kann að hitta þar fyrir ailt annan
hlut og þýðingarmeiri en hinn fyrr
nefndi.
„Titrandi með tóma hönd“, kvað
skáldið Matthías. í þeim einföldu orð-
um er á það bent, hvernig sá maður
er búinn, sem finna vill í Biblíunni eitt-
hvað annað en trúarbragðasögu eða
fornleifafræði. Þessi orð skáldsins
verða ekki tekin sem hvatning til ann-
arra. Það er tilgangslaust íyrir einn að
ganga að öðrum og segja honum að
standa „titrandi með tóma hönd.“
Hins vegar er líklegt, að sú stund renni
upp í lífi allra manna, að þeir standi í
þessum sporum.
Þá hæfir að leita til Biblíunnar.
Ástæðulaust er að fullyrða, að það
verði ævinlega árangursrík leit. En
hitt er víst, að þrásinnis gerist undrið
mikla: Skyndilega verða forneskjuleg
orð hinnar öldnu bókar lifandi. Þau
taka að tala til lesandans, eins og mað-
ur tali við mann, — og þó miklu meir.
Lesandinn finnur, að þessi orð ganga
honum gegnum merg og bein. Fyrri
tilverugrundvöllur hans — ef einhver
er — gengur skykkjum undir fótum
hans, brestur og hvertur. En annar
grundvöllur birtist í gegnum mistrið.
Lesandinn fótar sig. Persónulegur til-
verugrundvöllur hans er oröinn annar
en fyrr. Og hann skynjar og trúir, að
það er Guð sjálfur, sem talar til hans.
31