Kirkjuritið - 01.04.1975, Síða 46
kvætt, sbr. áður nefnd orð sama manns
um hinn góðsama heiðingja.
Hvað er hér á ferð? Getur það hugs-
azt, að hér sé Jesús Kristur svikirm,
— og þad af manni, sem þykist þjóna
honum og ákærir aðra af mikilli vand-
lætingu fyrir reynsluleysi i þeirri þjón-
ustu?
Ég geri mér ekki von um að hafa
sprengt nokkra brú með grein minni
á dögunum. En e. t. v. hefur sú stríða
ræða nægt til að koma lítils háttar
hreyfingu á þokuna, sem fyllir þá gjá,
er ég áður nefndi og liggur um raðir
íslenzkra guðfræðinga þverar. Von-
andi verða nú einnig fleiri til að leggja
hönd að því verki að feykja burt mistri
óljósrar hugsunar og beinna svika, —
svo að gjáin komi í Ijós í allri sinni
ógnvekjandi breidd og dýpt.
Til eru prestar, — og þeir margir,
— sem á einmæli láta í Ijósi löngun
til að taka þátt í baráttu gegn hjá-
guðadýrkun spíritista innan íslenzku
Þjóðkirkjunnar. Jafnframt viðurkenna
þsir ótta sinn við að styggja „sálar-
rannsóknamenn" í söfnuðum sínum.
Þá vaknar spurningin: Hverjum þjón-
um við, — söfnuðunum, — eða Kristi?
Vonandi báðum. En ef söfnuðurinn fer
aðra leið en þá, sem Kristur hefur lagt,
hverjum ber okkur þá að þjóna? —
Já, hverjum ber okkur þá að þjóna?
Hvernig hljóðaði vígsluheit okkar?
— Á stærsta degi ævi okkar hétum við
því „aö prédika Guós orð hreint og
ómengað, eins og það er að finna /
hinum spámannlegu og postullegu rit-
um, og i anda vorrar evangelisku lút-
hersku kirkju, og hafa hin helgu sakra-
menti um hönd samkvæmt boði Krists
og með lotningu
Við þessi orð ætla ég engu að auka,
Þau skýra sig sjálf, — og eru hæfilegt
niðurlag greinar minnar þessu sinni.
IX
Ritstjórn Kirkjurits hefur tjáð mér, að
önnur grein birtist hér í sama tölu-
blaði, — um tilveruheimspeki. Að-
spurður kvað höfundur greinarinnar
ekki hafa heimilað mér að lesa hana í
handriti. Af þessum ástæðum má vera,
að einhverjar endurtekningar komi
fram í ritinu. En við svo búið verður
að standa.
Ég þakka greinarhöfundi fyrirfram.
Hann er til þessa sá eini, sem orðið
hefur við tilmælum mínum varðandi
vettvang þessarar umræðu. Þau viö-
brögð hans eru mér mikið ánægju-
efni. Vonandi er hér á ferðinni upphaf
guðfræðilegra átaka á afmarkaðra
sviði en í hljóðvarpi, sjónvarpi og dag-
blöðum! Ég leyfi mér að hyggja gott
til næstu lotu. —
Skálholti, 30. maí
Heimir Steinsson.
44