Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 48
Um trú er í fyrsta lagi hægt að full- yrða eitt: Sú trú, sem hér um ræðir er trú kristinnar kirkju. Kristur er opin- berun Guðdómsins og sú opinberun er skráð á spjöld biblíunnar. Hún er því mælistika okkar á það, hvað er rétt trú. Kirkjudeild okkar er nefnd evange- lisk-lúthersk kirkja, sem þýðir hin lút- erska kirkja fagnaðarerindisins. í nafni kirkjudeildar okkar felst, að trú okkar er blblíutrú og vitneskja okkar um Guð er því þaðan fengin. Af því sem þar stendur má enginn draga né við auka. Þetta leiðir í Ijós, að annað hvort má skilja boðskap biblíunnar á marga vegu eða menn hafa gert annaðhvort að auka við hana eða af draga, nema hvort tveggja sé. Ef leiddur er fram munur á mótmæl- endum og kaþólskum til dæmis, kem- ur í Ijós, að kaþólskan er helst að því leyti frábrugðin mótmælendatrú, sem hún tekur postullega hefð og páfaúr- skurði með til grundvöllunar við hlið biblíunnar. Lengi skipti biblían þá ekki höfuðmáli, heldur túlkun kirkjunnar á henni. Lúther var búinn að vera nem- andi í kaþólskum háskóla um hríð, þegar hann fyrst sá biblíu og þá að- eins á latínu. Sá ágreiningur, sem hér var vikið að áðan, vegna greinar sr. Heimis, er augljóslega svo djúpstæður, að maður fer að velta því fyrir sér, hvort eitthvað óbiblíulegt hafi ekki blandast í, og ég fullyrði að svo sé. Spíritismi, eins og hann er í augum almennings, er trúar- setning eða í bezta falli trúarheim- speki blandað í illa upplýsta kristna trúarvitund. Hann væri ekki svo sér- stætt og annarlegt fyrirbæri í hinum kristna heimi, og mann undraði, að hann væri ekki algengari í kristnum löndum en raun ber vitni, ef hann ætti sér biblíulegar forsendur. Þó hafa menn reynt að tína til tilvitnanir úr biblíunni til að styðja málefni spíri- tisma með, en þær standast þó ekki, ef því víða samhengi er haldið, sem þær standa í við boðun biblíunnar sem heildar. Það er einnig alkunna, að ýmsir hafa leikið þessa list á undan andatrúarmönnum til litils ávinnings, er til lengdar lætur. Margir hafa bent á, að trú á frarn- haldslíf grundvallað á spíritiskum fyrii' bærum sé svo ríkt í trúarlífi þjóðarinn- ar, að landsmönnum kynni að þykja sem verið væri að ræna þá mikilsverð- um hlutum, ef henni væri eytt, og víst munu margir áhyggjufullir út af því, að hún kunni að reynast bábylja. Sr. Heimi er brigslað um það, að í því að hann sýnir fram á, að kenningar spíritista um framhaldslíf standist ekki, þá af- neiti hann lífi eftir dauðann. Hér gætir mikils misskilnings. Hvað sem öllum sönnunum á framhaldslífi líður, þá er það ekki framhalds-líf, sem máli skipt- ir, heldur eilíft lif í samfélagi við Guð í Kristi; aðeins í honum er það að öðl- ast. Einn andmælenda sr. Heimis varp- aði fram þeirri spurningu, hvort nokk- uð gleðilegra gæti hent prest, en að vísindalegar sannanir fengjust fyrii' framhaldslífi. Þessu verður hver að svara fyrir sig, en ég tei það mér hæp- inn ávinning. Kristur kom ekki til að ávinna okkur framhaldslíf, slíkt væri 1 sjálfu sér enginn ávinningur, því hve- nær fengi þá kristin sála frið frá baf' áttunni við vald hins illa. Hversu lenð' á hún enn að þurfa að standa í örvænt' 46

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.