Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 55

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 55
óska. Sú nauðung sölumennskunnar, s®rn menn búa við nú á dögum grefur undan siðferðisstyrknum að því leyti að beinlínis er að því stefnt, að menn Veiti ekki viðnám. Nú er jafnframt að því að hyggja, að það ístöðuleysi gagnvart efnisleg- U|m verðmætum, sem hér er bryddað a’ hefur jafnframt áhrif á afstöðu manna til siðrænna verðmæta. Þessi ö|n andlegu verðmæti geta fallið í 9engi ekki síður en hin efnislegu. Á Umum stöðugrar endurnýjunar allra hiuta eiga þau siðrænu gildi í vök að Verjast, sem halda á lofti festu og stöðuglyndi. Fyrr á tímum beinlínis ^núðu hin hörðu lífskjör menn til að sýna af sér þolgæði og skapfestu, að öðrum kosti beið þeirra ekki annað h'utskipti en að veslast upp í volæði. Hver ný kynslóð tók í arf hin erfiðu lífskjör, en fékk um leið í vegarnesti hs kjölfestu, sem fólgin er í hófstill- in9u og þolgæði gegn aðsteðjandi Vanda. Nú er þessu þveröfugt farið. Hinar góðu ytri aðstæður ala á flestu ööru en stöðuglyndi í fari manna. Ein- sýrit er, að þessi gjörbreyttu skilyrði f'l eflingar mikilvægra siðrænna gilda snerta fjölskylduna beint og óbeint. Fjölskyldan er sá félagshópur, sem 9erir hvað mestar kröfur til manna um stöðuglyndi. Án gagnkvæms trúnaðar hjóna, íoreldra og barna, án orð- heldni og heiðarleika í hvívetna, og án Þelgæðis andspænis óhjákvæmilegu mótlæti, er farsælu fjölskyldulífi stefnt i voða. Ef við að lokum lítum örlítið nánar á stöðu og hlutverk fjölskyldunnar í 'iösi kristilegrar siðfræði, þá skal eink- Utn bent á eftirfarandi. Mjög hefur gengið á hlutverk fjölskyldunnar, eins og áður var rakið. Þó gegnir hún stöð- ugt því hlutverki, sem ekki er á valdi nokkurrar annarrar stofnunar í samfé- laginu að gegna. Þetta hlutverk er þeim mun mikilvægara, að það lýtur að frumþörf mannsins fyrir náin per- sónuleg tengsl, sem eru borin uppi af gagnkvæmri ást, tillitssemi og virð- ingu. í skjóli fjölskyldunnar er lagður grunnur að þroska hins unga sem ein- staklings og félagsveru, og þar eiga hinir fullorðnu athvarf, sem veitir þeim hvíld og gleði í dagsins önn. Bent hefur verið á, að þetta hlutverk fjöl- skyldunnar, að vera griðastaður hins persónulega lífs, verði æ mikilvægara eftir því sem borgarlíísmenningin, með sínu ópersónulega svipmóti, lætur meir að sér kveða. Af framansögðu ætti Ijóst að vera, að kristileg siðfræði hlýtur að láta sig velferð fjölskyldunnar miklu varða. Sem griðastaður einstaklingsins, sem vernd gegn ópersónulegum öflum um- hverfisins, er fjölskyldan veigamikill þáttur í forsjón Guðs. Það er Guðs vilji, að menn búi við skilyrði, sem efla alhliða þroska þeirra og gera þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi. Kristin trú leggur hins vegar þann skilning í mannsæmandi lífskjör, að í því efni séu efnaleg gæði ekki einhlítur mæli- kvarði. Meira skipti þær aðstæður, sem einstaklingnum eru skapaðar til and- legs þroska, er verður grundvöllur að farsælum samskiptum hans við aðra menn. Þessar aðstæður verða senni- lega seint skilgreindar til fulls, en full- víst má þó telja, að velferð fjölskyld- unnar verði ávallt talin á meðal hinna mikilvægustu þátta. 53

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.