Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 56

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 56
Minning Sr. Páll Þorleifsson, f.v. prófastur Það hefir dregist lengur en hæfir að ég minnist tengdaföður míns, séra Páls Þorleifssonar fyrrum prófasts á Skinnastað. Dauða hans bar að með skjótum hætti 19. ágúst 1974. Hann var að koma frá guðsþjónustu, þar sem hann hafði verið með vinum sín- um í félagi fyrrverandi presta, þegar hann kenndi lasleika síns. Hann var fluttur á sjúkrahús um kvöldið, um nóttina dó hann. Það var í eina skipt- ið, sem hann gisti sjúkrahús. Hann mun ætíð verða mér allra manna minnistæðastur, ekki þó vegna afburða gáfna sinna, þær hafði hann, og ekki heldur vegna lærdóms sfns og lífsvizku, þetta tvennt hafði hann þó í ríkari mæli en flestir, heldur vegna hógværðar sinnar, hún var meiri en flestra, sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Börn og uppburðarlítið fólk urðu jafn- ingjar hans, þegar hann ræddi við það, hann varð þiggjandi þess og reiðubú- inn að læra af því og öllum viðmæl- endum sínum. Sr. Páll var fæddur 23. ágúst 1898 í Hólum í Hornafirði, sonur Þorleifs Jónssonar bónda þar og al- þingismanns og konu hans, Sigurborg- ar Sigurðardóttur. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1921 og kandidatspróf í guðfræði fjór- um árum síðar, 1925. Að loknu embættisprófi var hann kennari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri um nokkra mánaða skeið, í árs- byrjun 1926 fór hann í námsferð suður um Evrópu. Þegar hann kom heim úr þeirri ferð fékk hann veitingu fyrir Skinnastað í Norður Þingeyjarsýslu frá 1. október 1926 og var vígður þang- að 21. nóvember það ár. Hann þjónaði Skinnastaðaprestakalli í 40 ár, eða til 1. október 1966. Skinnastaðarpresta- kall er víðfeðmt og vegalengdir eru langar á annexíur, lengst var þó í Víðihól á Hólsfjöllum, eða um 60 kíló- metrar og yfir eyðisand að fara. Við þetta bættist aukaþjónusta í Raufar- hafnarprestakalli um árabil, en þangað eru 90 kílómetrar frá Skinnastað. En séra Páll var góður ferðamaður, hvort sem hann fór ríðandi eða gekk á skíð- um, en þannig ferðaðist hann helm- inginn af þjónustutíma sínum. Sr. Páll var ekki framgjarn, en þó fór ekki hjá því, að hann var valinn til for- yztu í öllum málum, sem til heilla horfðu í héraði sínu. í einkalífi var hann mikill hamingjumaður. 26. júní 1930 kvæntist hann Guðrúnu Elísabetu Arn- órsdóttur frá Staðarhrauni. Skinna- staður var í þjóðbraut og er enn. Þar var landsímastöð og pósthús, og með- 54

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.