Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 57

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 57
al annars viðkomustaður landpósta og héraðspósta. Eftir að bílferðir hófust UPP yfir Hólsand og austur á land, þótti Þar sjálfsagður áningarstaður og gisti- staður. Allir fengu þarna góðan beina °9 margir munu minnast gestgjafanna þar. Börn þeirra hjóna eru Hanna, gjald- ^en hjá Búnaðarbanka islands, Stefán, starfsmannastjóri Búnaðarbanka is- 'ands, Þorleifur, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnór Lárus, deildarstjóri hjá Almennum trygging- Unn og Sigurður, leiklistarfræðingur. ^egar þau hjónin fóru frá Skinna- stað eftir fjörtíu ára þjónustu mátti Segja að viðskilnaðurinn væri einstak- Ur- Allt hafði verið bætt og endurnýjað. Tunið margfaldað og sléttað, gripahús 011 uPpbyggð, kirkjan nýlega lagfærð °9 færð til upprunalegrar gerðar, Prestseturshúsið stækkað og bætt, Þannig að vel sómdi þeim, sem við mundi taka. Sr. Páll var þá 68 ára ðamall og mátti ætla að hann væri vel a® því kominn að setjast I helgan stein °g hafa hægt um sig. En þar fór allt á annan veg. Ári síðar, eða í nóvember 1967, var hann settur til að gegna Prestþjónustu á Norðfirði og gerði hann það þann vetur. Það var honum reynsla að þjóna í sjávarkauptúni, har sem lífsforsendurnar virðast vera al|ar aðrar en í sveitinni. Þegar frá ^orðfirði kom var hann settur til að 9egna aukaþjónustu í Nesprestakalli í Reykjavík um eins árs skeið. Þar með hafði hann fengið reynslu við eins fjöl- breyttar aðstæður og hægt er að þjóna hér á landi. Sr. Páll var frábær kennari, nemend- Ur hans allir, jafnt þeir, sem hann kenndi fyrst norður á Akureyri 1925 og þeir, sem hann kenndi siðast í forfalla- kennslu í Kennaraskóla jslands, munu bera honum það vitni. Hann hafði skarpan skilning og Ijósa framsetn- ingu. Þegar við það bættist hógværð hans og hjartahlýja, þá brást ekki ár- angurinn. Það var lífshamingja mín að fá að kynnast honum og fjölskyldu hans. Margt var það, sem hann kenndi mér þó að hann væri ekki að fræða, ræður hans voru vandaðar og ríkar af boð- skap og öll var embættisfærsla hans hin vandaðasta. Dýrmætust er mér þó lexían, sem ég lærði af því að fylgjast með samskiptum hans við sóknarbörn- in. Þegar þjónustunni í Neskirkju lauk, mátti ætla að nú væri kominn tími hvíldar. En svo var ekki. Hann réðist þá í að þýða bók eftir einn af eftirlætis höfundum sínum, Austurríkismanninn Stefan Zweig og bætti þannig við fyrri ritstörf sín. Þannig lét hann áfram til síðasta dags, við nám og lestur, rit- störf og rannsóknir. Hann var enn í fullu starfi þegar hann dó. Séra Páll Þorleifsson var hár meðal- maður á vöxt, skarpleitur nokkuð og grannholda. Hann var kvikur í hreyf- ingum, það bar vott um ákaflyndi í skapi. Kollvikin voru há og hárið var farið að þynnast, en hann hærðist seint. Hann var nettur í andliti og svip- urinn fjörlegur og lifandi. En mest bar þó á augunum. Hann lagði það að mestu niður á efri árum að ganga með gleraugu. Augun voru ung og vakandi, þau voru fagurblá og lýstu eins og störnur. Hann var góður maður. Jón Bjarman. 55

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.