Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 58

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 58
Orðabelgur Þökk þingmönnum og læknum Ný lög um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir eru nú gengin í gildi. Frá kristnu sjónarmiði er ekki fram- för að þeim. í veigamiklum atriðum stríða þau mjög gegn kristinni sið- ferðiskennd og kristnum kenningum um líf og mannhelgi. Þingmönnum, ýmsum, ber þó að þakka, að lögin eru betri en frumvarpið í fyrstu mynd sinni. Mun óþarft að telja upp nöfn þeirra þingmanna, sem hér eiga hlut að máli, því að þorri landsmanna virð- ist hafa fylgzt með málsmeðferð allri. Svo virðist og sem mikill meirihluti þjóðarinnar aðhyllist kristin viðhorf í þessu mikils verða máli, og er það meira fagnaðarefni en orð fá lýst. Hins vegar er það harmsefni, að hin íslenzka stjórnarskrá skuli vera svo fátækleg, að hún veitir enga vernd né minnsta aðhald við setningu laga sem þessara. Vakin hefur verið athygli á því af ein- um þingmanna, Þorvaldi Garðari Kristj- ánssyni, forseta efri deildar, að stjórn- lagadómstóll í Vestur-Þýzkalandi kvað upp þann úrskurð 25. feþrúar s. I., að ný lög, sem sett höfðu verið um fóstur- eyðingar þar í landi, væru ógild. Byggðist úrskurðurinn á 1. og 2. grein stjórnarskrár vestur-þýzka ríkisins, en þær greinar fjalla um mannhelgi og rétt til lífs. í þingræðu, þar sem þessa var getið, sagði Þorvaldur Garðar enn- fremur: ,,Með þessum úrskurði hafn- aði stjórnlagadómstóllinn, að nokkur stjórnskipulegur mismunur væri á mannlegu lífi, hvort heldur það væri fætt eða ekki fætt. Þá var tekið fram í forsendum þessa úrskurðar, að hin bitra reynsla af þýzka nasismanum hvetti til þess, að ófætt mannslíf væri verndað." Þorvaldur Garðar Kristjánsson flutti þrjár tillögur til breytinga á frum- varpinu í efri deild. Horfðu þær allar til bóta, en voru felldar í deildinni. Hlutu raunar aðeins atkvæði hans sjálfs. Einarður og drengilegur málflutn- ingur nokkurra annarra þingmanna, er börðust gegn siðferðilegum göllum frumvarpsins, vakti athygli. Má þar nefna Karvel Pálmason og PálmaJóns- son meðal annarra. Flokkar virtust ekki ráða afstöðu manna til málsins. Bf það einn vottur þess, hve hér var mik- ils vert mál á ferð, mál, er afdráttar- laust höfðaði til samvizku hvers og eins og hins dýpsta skilnings á lífi og mannréttindum. Kristið fólk ætti því ekki að gleyma þeim mönnum, sem hér gengu bezt fram. Víðar mun á þá reyna. Hætt er hins vegar við, að þeir, 56

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.