Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 63
er|ndið.“ Og þessi úr Galatabréfi (5,6.):
i.Því að í samfélaginu við Krist Jesúm
er ekkert komið undir umskurn né yfir-
húð, heldur undir trú, sem starfar í
kserleika.“ Orðalagi breytti síraÁrelíus
raunar lítilsháttar að sínum smekk.
Ekki ætla ég síra Árelíusi það, að
honum sé ókunnugt, að Rómverja-
bréfið og Galatabréfið eru tvö höfuð-
rit Páls postula um réttlætinguna af
trú, hina réttlætandi eða réttu trú, sem
®9 ætla að leyfa mér að nefna svo.
Ekki vil ég heldur ætla honum það, að
hann hafi ekki gert sér Ijóst, að það
fagnaðarerindi, sem Páll fyrirvarð sig
ekki fyrir, var einmitt fagnaðarerindið
Urn réttlætingu fyrir trú á Jesúm Krist,
né heldur vil ég gera því skóna, að
hann hafi ekki vitað, af samhenginu,
trúin, sem starfar I kærleika, er hin
r®tta trú og engin önnur. Því er mér
sPurn: Hví kaus síra Árelíus að slíta
0rð Páls svo gersamlega úr samhengi
°9 víkja hvergi að upphaflegri merking
beirra?
Pagnaðarerindi síra Árelíusar er mér
bálítið óljóst. Mér virtist ræða hans að
mi0g miklu leyti vera eins konar sam-
anburður hans sjálfs og síra Heimis
°9 trúar þeirra. Sá samanburður virtist
°9 síra Heimi mjög I óhag. Að því leyti
minnti ræðan mig óþægilega á sögu,
sem Jesús sagði eitt sinn af bæna-
9jöi-ð í helgidóminum. Ég spyr: Hef
e9 rnisskiíið síra Árelíus að þessu
'eyti?
Árelíus lýsti yfir því, að hann
Vaeri hreykinn af því að hafa þjónað
lslenzku kirkjunni á þeim árum, er
friálslyndi og víðsýni hefðu risið hæst
'nnan veggja hennar. Ég er honum
m]ö9 ósammála um þetta frjálslyndi,
eins og fram er komið hér að framan,
og ég vona, að hann virði mér það
ekki til fjandskapar, þótt ég minni hann
á orð annars þjóns kirkjunnar, er
sagði: „En það sé fjarri mér að hrósa
mér, nema af krossi Drottins vors Jesú
Krists.“ (Gal. 6, 14.)
í lok ræðu sinnar gat síra Árelíus
sögu einnar, sem hann hefði numið
af Haraldi Níelssyni prófessor. Var hún
af smáu blómi, sem ilmaði þó öllum
blómum betur, að mig minnir. Kvaðst
síra Árelíus hafa átt þá ósk í allri
prestsþjónustu sinni, að hann gæti
orðið slíkt lítið og ósjálegt blóm í garði
Guðs.
Ekki veit ég, hvort svo á að skilja, að
fagnaðarerindið sé þá þetta: að mað-
urinn geti orðið lítið blóm í garði
Guðs, — með góðum ilmi þó, og þetta
hafi síra Árelíus höndlað? Svo kann
að vera, en fátæklegt sýnist mér það
fagnaðarerindi hjá fagnaðarerindi Nýja
testamentisins um Guð, sem svo elsk-
aði heiminn, að hann gaf son sinn ein-
getinn, til þess að hver, sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilfft líf.
Það fagnaðarerindi geymir aðeins eitt
blóm, sem verðugt sé að nefna því
nafni, — hina fegurstu rós.
Síra Gunnar Árnason ritar grein, er
birtist í Morgunblaði 28. maí. Virðist
þar einkum herjað á „rétta trú“. Þar
er m. a. vikið orðum að bersyndugri
konu og talið, að Jesús muni ekki hafa
krafið hana um rétta trú. Síra Gunnar
hefur án efa á réttu að standa. Jesús
virðist ekki hafa gert harðar kröfur til
fólks, sem ieitaði hjálpar hans og naut
miskunnar hans. Líklega hefur hann
ekki einu sinni gáð að, hvort það hefði
hina réttu angan. Svo undarlega vill
61