Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 68
fyrir kirkjuna aö dreifa valdinu um
landsfjórðungana. Hin ólýðræðislega
uppbygging á stjórnun kirkjunnar verk-
ar neikvætt á starf strjálbýlisins, eink-
um ef miðstjórnin er hvorki hvetjandi
né eflandi á neinn hátt og stundum
helzt til þess líkleg að hefta starfs-
gleði presta í fjarlægðinni. P. A. mun
leitast við að auka sjálfsstjórn í mál-
efnum kirkjunnar í fjórðungnum.
Rætt var um sumarbúöirnar, sem
byggingarframkvæmdir hefjast vænt-
anlega við innan skamms. P. A. hefur
fengið hið ákjósanlegasta land undir
þær í skógræktargirðingunni við Eiða-
vatn eins og fram hefur komið hér á
þessum vettvangi áður. Hefur sú hug-
mynd komið fram að kalla byggingarn-
ar ,,kirkjumiðstöð“ eða eitthvað í þá
veru til þess að leggja áherzlu á hið
víðtæka hlutverk þeirra í kirkjulífinu.
Húsvitjanir voru á dagskrá en ekki
reyndist unnt tímans vegna að ræða
það mál sameiginlega. Hér er um að
ræða mál, sem sannarlega er kominn
tími til að ræða upp á nýtt í kirkjunni.
Vissulega eru margir prestar duglegir
við að heimsækja sóknarbörn sín og
stundum eru þær heimsóknir kallaðar
húsvitjanir. Það mun þó mála sannast
að breyttir þjóðfélagshættir og breytt
afstaða almennings til trúarlífs — þar
með talin heimilisguðrækni — hafa
fyrir 'öngu dæmt hina hefðbundnu hús-
vitjun óhæfa. Það er því kominn tími
til að endurvekja húsvitjunina sem
markvisst og raunhæft starfstæki. Til
sveita eru húsvitjanir álitnar sjálfsagð-
ar af sóknarbörnum og sjónarmið
prestsins ætti að vera, að þessa leið
beri að nýta. Auk þess ættu prestar
að telja það óhjákvæmilega skyldu
sína að húsvitja. í tengslum við hús-
vitjanir til sveita mætti ræða messU'
hald þar, sem víðast hvar er ekki orðið
annað en skuggi af liðinni tíð. HúS'
vitjanir í þéttbýli gegna öðru hlutverk'
en til sveita, þar ættu þær að vera
þáttur í margslungnara safnaðarstarfi'
En húsvitjanir eru aðeins eitt dæn11
um það, hversu ráðalaus og sinnulaus
okkar kirkja hefur verið um að aðlag3
sig nýjum þjóðfélagsháttum. StarfS'
kraftar flestra presta hálfnýtast ekk1
vegna einhverrar þrúgandi deyfðar.
ráðaleysis og öryggisleysis, sem ein'
kennir kirkjulíf okkar. Við heyrum Þa
gagnrýni utan veggja kirkjunnar, ^
messan með öllu, sem henni tilheyrir
og hin snauða glansmyndalist altar'
isveggjanna sé hrópandi vitni aa1
deyjandi ef ekki andvana líkama,
lausa beinagrind, sem helzt uppi
gömlum vana eða öllu heldur er haldi^
uppi af gömlum vana og misskilinn1
skyldurækni. Kirkjusagan ætti að sýn0
okkur, að þegar kirkjan lokar sjálfa sið
inni í höggheldri skel og hættir aS
hlusta á gagnrýni villist hún. Um le^
og hún gerir eitthvað annað óskeiknl1
en boðskapinn er stutt í niðurlaeg'
ingu hennar. Þegar hún fjarlægist
manninn í samtímanum og hættir
breytast með honum og finna til ein5
og hann, fjarlægist hún um leið G^'
(„sannur Guð og sannur maður“)-
Ef kirkjan á að finna leið út úr þess'
ari kreppu, sem hún er í, þessari n®st'
um algeru niðurlægingu, þá þarf hún
að gera heiðarlega tilraun til þess $
a) skilja samfélagið og b) móta hl^'
verk sitt á guðfræðilegan hátt. Þetta eí
skylda hennar, sem hún verður a°
framkvæma. Við skilgreiningu á sa^'
66