Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 70

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 70
útgáfu og ótal annarra hluta. Hversu lengi mun kirkjan láta þessa þróun halda áfram? Þessi mál eru öll mjög brýn í vitund okkar austurlandspresta. Við finnum, að kirkjan þarf að endur- meta sjálfa sig, finna sjálfa sig í þessu þjóðfélagi, vera virk, vakandi, lifandi, vera spámannleg, hafandi innsýn í eðli og þróun samfélagsins. Þess vegna þarf kirkjan sífellt að halda uppi um- ræðunni um sína eigin endurnýjun, svo að hún geti gegnt endurlausnarhlut- verkinu á raunhæfan og ábyrgan hátt- Vallanesi 17, maí, 1975. Gunnar Kristjánsson. Eftirtektarverð uppljóstrun gamalla trúarsiða: Innhverf íhugun (transcendental meditation) er hreinn hindúismi Innhverf ihugun er ekki hlutlaus tækni. Hún er ekki aðeins aðferð til þess að læra íhugun, eins og svo oft er talað um í áróðrinum fyrir henni. Á fundi i Hróarskeldu í Danmörku hefur verið Ijóstrað upp um hina leyndardómsfullu vígslusiði og þeir þýddir af sanskrít á dönsku. Á fundinum var sýnt fram á, að innhverf íhugun er hindúistisk trúarbrögð, sem boðuð hafa verið á Vesturlöndum af sérfræðingum í geðlækningum (?). Flestir læra aðeins fáein óskiljanleg hljóð. Þeir eru aðeins fáir, sem þekkja siðina. Mörg þúsund manns á Norðurlöndum nota þessar aðferðir. Innhverf ihugun starfar í sjö þrepum og þetta þýdda siðakerfi er notað í þeim öllum. Venjulega tekur það lærisvein um tiu ár að ná efsta þrepinu. Siðakerfið er ævagamalt og var notað, er „guruum" voru færðar gjafir: Ég beygi mig, meðan ég fórna heilum hrísgrjónum við lótusfætur Shri Guru Devs... Ég beygi mig fyrir honum, sem býr í lótusblómi hjarta míns, hinu skapandi upphafi hins kosmiska lífs — birtingarformi Gurur Devs“. Svo segir m. a. í siðakerfinu, sem farið er með, um leið og fórnað er kertum, reykelsi o. fl. Það er stofnun fyrir kristniboðsvísindi og samband kirkjudeilda við Árósaháskóla, sem hefur látið þýða þetta siðakerfi úr hinu útdauða máli sanskrít á dönsku. Jóhannes Ágárd, dósent, sem hefur tekið þátt í að Ijóstra þessu upp, telur, að innhverf íhugun sé hrein trúarbrögð, sem sigli undir fölsku flaggi. Hann varar alvarlega við námskeiðum þeim í innhverfri íhugun, sem nú eru haldin, samkvæmt frásögn Kristilegs Dagblaðs í Kaupmannahöfn, og segir, að við rannsókn hafi verið leitt í Ijós, að þó nokkrir menn hafi fengið sálarflækjur eftir slik námsskeið og orðið að gangast undir geðræna meðferð á eftir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.