Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 76

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 76
mæli Mt. 11:27 í heild reynir Jeremias að sýna fram á, að orðin ,,faðir“ og ,,sonur“ hafi í grískunni fengið þessa sérstöku merkingu sjálfstæðs titils, enda þótt hin upprunalegu, arameisku ummæli hafi aðeins verið almennrar merkingar og hljóðað eitthvað á þessa leið: ,,Faðir minn hefur veitt mér allt, og á sama hátt og einungis faðir þekk- ir son sinn, þannig þekkir aðeins sonur föður sinn og sá, sem sonurinn vill upplýsa um hann.“ Samkvæmt þess- um skilningi er Jesú ekki gefinn neinn sonartitill í málsgreininni, enda þótt í henni hafi legið sáðkornið, sem sú hugmynd óx síðar upp af. — Jeremias færir tvær röksemdir að þessari rit- skýringu. í fyrsta lagi tekur hann undir með Gustaf Dalman, að notkun hins almenna hugtaks ,,Faðirinn“ sem Guðsheitis fyrirfinnst ekki í arameisku og það komi ekki fram fyrr en seinna í kristnum heimildum. Þessi röksemd er haldlítil. Dalman hefur ekki sýnt fram á, að „faðir minn“ sé hin eina leyfilega þýðing orðsins ,,abba“, en ,,Faðirinn“ óleyfi- leg, enda er ómögulegt að þýða abba með ,,fa8ir minn“, þegar með því stendur orðið ,,sonurinn“. Sú fullyrð- ing, að heitið ,,Faðirinn“ sé upp komið eftir daga Jesú, er einungis byggð á þögn heimilda. En jafnvel þótt titillinn sé fátiður í samstofna guðspjöllunum og hjá Páli, þá má þó finna hann í svo gömlu riti sem Rómverjabréfinu, og hann er algengur í Jóhannesarritun- um (ath. Róm. 6:4, sem er elzta ritaða dæmið; Fil. 2:11, líklega gamall lítúr- giskur texti; Post. 1:4 og 7; 2:33). Öllu alvarlegri er sú fullyrðing Jer- emías, að heitið ,,Sonurinn“ hafi aldrei verið notað í gyðinglegum heimildum eða gyðing-kristnum ritum sem Messí- asartitill. Hér ber tvenns að gæta. Fyrst er það, hvort þetta sé í rauninni rétt. R. H. Fuller hefur ásamt öðrum beint athygli manna að þeim vitnisburði, sem fram kemur í Florilegium-hand- ritunum úr 4. hellinum í Qumran. Þar er texti úr II. Samúelsbók 7:14 (ég vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur) tilfærður og hermdur upp á ættkvísl Davíðs. Hér er þetta að vísu ekki beinlínis notað sem titill, en þó er eðlilegt að taka undir ályktun Fullers: ,,í Gyðingdómnum var rétt byrjað að nota heitið Guðs sonur sem Messías- artitil skömmu fyrir upphaf kristninn- ar... Það táknaði ekki yfirnáttúrlegt samband, heldur ættleiðingu, þar sem Guð veitir um leið völd í konungdæmi sínu til meðstjórnanda síns.“ Staðhæf- ing Jeremias verður af þessum sökurn nokkuð vafasöm. En í öðru lagi verða menn — hvern- ig sem háttað var eldri hugrnyndum Gyðinga — að gera ráð fyrir þeim auðsæja möguleika, að Jesús sjálfur hafi notað sonarheitið alveg án tillits til þess, hvort það hafi áður tíðkazt sem Messíasartitili. Ef Jesús kallaði Guð föður sinn — eins og bænir hans bera skýrast vitní um, — þá er erfitt að sjá, hvers vegna hann gæti ekki hafa stigið skrefið til fulls með því að tala um sig sjálfan sem son hans. Eða m. ö. o.: Ef Jesús gæti hafa mælt þau orð, sem Jeremia5 getur sér til, að séu frumheimild íyrir Mt. 11:27, þá er engin ástæða tii þess í sjálfu sér að bera á móti því, að hann kunni að hafa sagt þau í því fornú sem guðspjöllin geyma þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.