Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 76
mæli Mt. 11:27 í heild reynir Jeremias
að sýna fram á, að orðin ,,faðir“ og
,,sonur“ hafi í grískunni fengið þessa
sérstöku merkingu sjálfstæðs titils,
enda þótt hin upprunalegu, arameisku
ummæli hafi aðeins verið almennrar
merkingar og hljóðað eitthvað á þessa
leið: ,,Faðir minn hefur veitt mér allt,
og á sama hátt og einungis faðir þekk-
ir son sinn, þannig þekkir aðeins sonur
föður sinn og sá, sem sonurinn vill
upplýsa um hann.“ Samkvæmt þess-
um skilningi er Jesú ekki gefinn neinn
sonartitill í málsgreininni, enda þótt í
henni hafi legið sáðkornið, sem sú
hugmynd óx síðar upp af. — Jeremias
færir tvær röksemdir að þessari rit-
skýringu. í fyrsta lagi tekur hann undir
með Gustaf Dalman, að notkun hins
almenna hugtaks ,,Faðirinn“ sem
Guðsheitis fyrirfinnst ekki í arameisku
og það komi ekki fram fyrr en seinna
í kristnum heimildum.
Þessi röksemd er haldlítil. Dalman
hefur ekki sýnt fram á, að „faðir
minn“ sé hin eina leyfilega þýðing
orðsins ,,abba“, en ,,Faðirinn“ óleyfi-
leg, enda er ómögulegt að þýða abba
með ,,fa8ir minn“, þegar með því
stendur orðið ,,sonurinn“. Sú fullyrð-
ing, að heitið ,,Faðirinn“ sé upp komið
eftir daga Jesú, er einungis byggð á
þögn heimilda. En jafnvel þótt titillinn
sé fátiður í samstofna guðspjöllunum
og hjá Páli, þá má þó finna hann í svo
gömlu riti sem Rómverjabréfinu, og
hann er algengur í Jóhannesarritun-
um (ath. Róm. 6:4, sem er elzta ritaða
dæmið; Fil. 2:11, líklega gamall lítúr-
giskur texti; Post. 1:4 og 7; 2:33).
Öllu alvarlegri er sú fullyrðing Jer-
emías, að heitið ,,Sonurinn“ hafi aldrei
verið notað í gyðinglegum heimildum
eða gyðing-kristnum ritum sem Messí-
asartitill. Hér ber tvenns að gæta. Fyrst
er það, hvort þetta sé í rauninni rétt.
R. H. Fuller hefur ásamt öðrum beint
athygli manna að þeim vitnisburði,
sem fram kemur í Florilegium-hand-
ritunum úr 4. hellinum í Qumran. Þar
er texti úr II. Samúelsbók 7:14 (ég vil
vera honum faðir, og hann skal vera
mér sonur) tilfærður og hermdur upp
á ættkvísl Davíðs. Hér er þetta að vísu
ekki beinlínis notað sem titill, en þó er
eðlilegt að taka undir ályktun Fullers:
,,í Gyðingdómnum var rétt byrjað að
nota heitið Guðs sonur sem Messías-
artitil skömmu fyrir upphaf kristninn-
ar... Það táknaði ekki yfirnáttúrlegt
samband, heldur ættleiðingu, þar sem
Guð veitir um leið völd í konungdæmi
sínu til meðstjórnanda síns.“ Staðhæf-
ing Jeremias verður af þessum sökurn
nokkuð vafasöm.
En í öðru lagi verða menn — hvern-
ig sem háttað var eldri hugrnyndum
Gyðinga — að gera ráð fyrir þeim
auðsæja möguleika, að Jesús sjálfur
hafi notað sonarheitið alveg án tillits
til þess, hvort það hafi áður tíðkazt
sem Messíasartitili.
Ef Jesús kallaði Guð föður sinn —
eins og bænir hans bera skýrast vitní
um, — þá er erfitt að sjá, hvers vegna
hann gæti ekki hafa stigið skrefið til
fulls með því að tala um sig sjálfan
sem son hans. Eða m. ö. o.: Ef Jesús
gæti hafa mælt þau orð, sem Jeremia5
getur sér til, að séu frumheimild íyrir
Mt. 11:27, þá er engin ástæða tii þess
í sjálfu sér að bera á móti því, að hann
kunni að hafa sagt þau í því fornú
sem guðspjöllin geyma þau.