Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 74

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 74
Sköpun mannsins og sagan; sem eftir fer og er afleiðing skipunarinnar, eru samofin. Sögumaður hefir tengt þœr þannig, að auðséð er, að annað verð- ur ekki skilið ón hins. Það, sem sagt er í Genesis 2:4b-25, spannar yfir hið sama og Genesis 1:26-31. Athyglin er algjörlega bundin við sköpun mannsins, sem fró er sagt í tvennu lagi. Sköpun jurtanna fœr sess í frá- sögninni um leið og sagt er frá sköp- un karlmannsins, en sköpun dýranna fcer á sama hátt sess I frásögninni af sköpun konunnar. Sagan leggur áherzlu á manninn. Allt hitt skiptir eingöngu máli sem baksvið mannsins, en ekki sem heildarniðurstaða þess, sem er, — eins og spurt vœri um upp- haf þess. Alla reglu og tímaröð vantar um einstök verk sköpunarinnar. Sagan hefst svo: ,,Þegar Jahve Guð gerði jörðina og himininn ..." Sögu- maður er ekki að segja frá sköpun- inni, þv! að hann gerir ráð fyrir þekk- ingu á henni. Hann er að staðhœfa eitthvað sérstakt um þennan veruleika. Hann er ekki að rótfesta trú á skap- arann, því að hann gerir ráð fyrir henni. Það, sem hann er að leggja áherzlu á, má sjá í hinni löngu auka- setningu í upphafi (sjálf aðalsetningin hefst með 7. versi.), „því að Jahve Guð hafði ekki . . . og engir menn . . " Það, sem skiptir sögumanninn máli, er starf Guðs og tilvera og saga mannsins, sem þetta starf Guðs um- lykur. Frásögnin hefst á því, að Guð gefur manninum; sem hann hefir skapað, skipun. Allt miðast við þetta. Sú hugmynd, að Guð hafi myndað — manninn af leiri jarðar — eins og leirkerasmiðurinn mótar ker sín, er 232 víða vel þekkt af heimildum utan Biblíunnar, — heimildum frá Mið- Afrlku, Egyptalandi og Grikklandi (Promeþeus). Þetta er því ekki sérlega biblíuleg hugmynd. Óhœtt er að segja, að ritarar Jahveritsins hafi ekki hugsað á þennan veg, heldur notuðu þeir þessa hugmynd og komu henni til skila í því augnamiði að birta leyndardóm sköpunar mannsins. Þessi frumstœða framsetning á sköp- un mannsins ýtir undir það( að áheyr- andinn, sem ekki aðhyllist þessa hug- mynd, álykti, að menn viti ekki hvern- ig Guð skapaði manninn. Það er ein- mitt í þessu, sem við sjáum dœmi um það, að hœgt er að halda fast við forn sjónarmið, jafnvel á síðari tím- um, þegar annar hugsunarháttur er orðinn algengur. Þessi framsetning lifði áfram í slendurteknum myndum, sem fluttu síðari kynslóðum boðskap og flytja okkur nú á tímum einnig merkilegt efni. í Jesaja 45:9 er t. d. notuð myndin af leirkerasmið: „Hvort má leirinn segja við leirmyndarann; „Hvað getur þú?" (Sjá Jer. 18 og Róm 9:21). Skilningurinn á sköpunarstarfi Guðs tók breytingum með ísrael, en hin síðbúna saga í Prestaritinu býr ekki yfir meiri vitneskju um sköpun mannsins heldur en hin forna saga í Jahveritinu. Báðar frásögurnar benda aðeins til þess, sem er hulið okkur. Guð setti manninn í garðinn, sem hann hafði gjört honum, til þess að hann annaðist garðinn (eða gœtti hans) og rœktaði. Þetta hlutverk fyIg'r gjöf garðsins. Garðurinn er falinn manninum á hendur ásamt því starfi, sem garðurinn þarfnast. Sá heimur, sem Guð hefir sett manninn í, miðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.