Fríkirkjan - 01.07.1901, Qupperneq 2

Fríkirkjan - 01.07.1901, Qupperneq 2
98 þá heimsins gleði, heimsins sorg er horfin öll, en lífs í borg með engla sælum sveitum þér sífellt lotning veitum. -----<xx>----- Kristur og (,kritíkin“. Vér höfum áðui' minnzt á það í blaði voru, hve lítið hin „hærri biblíurannsókn“ gjörir úr hinum fornu vitnisburðum um uppruna bókanna í gamla testamentinu. Þessir miklu (?) menn, er sezt hafa upp á Pegasus „kritikurinnar", gjöra ekki annað en brosa að hinum görnlu og góðu vitnisburðum um þetta efni, sem kristin kirkja hefur um allar aldir haldið sér við. Þeir tala með fyrirlitning um Rabbina Gyðinganna, og hafa vitnisburð þeirra og fornkirkjunnar allsendis að engu. Petta væri nú sök sér, ef ekki væri annað verra. Verst af öllu er, hvernig „hærri kritíkin“ stendur, nauðug eða viljug, skulum vér láta ósagt, gagnvart hinum skýlausu vitnisburðum frelsarans sjálfs um það, hvernig hann leit á það, sem „skrif- að stendur." Þeir, sem lengst eru komnir út á þennan hála ís, segja blátt áfram að það sé ekkert að marka, hvað Kristur háfi sagt urn þetta efni, því hann hafi skort þekking til að dæma um slíkt; einmitt þá þekking, sem þeir hafi svo mikið af, hafi hann algjörlega vantað. Vér höfum áður í blaði voru lítillega minnzt á þetta, að „í kritíkinni var Kriatur busi“ að dómi þeirra manna, er sjálfir t.elja sig eina færa þar um að dæma. Vér komum nú að þessu sinni með all-ítarleg ummæli um þetta efni eptir einn af prestum landa vorra í Vesturheimi. Það er séra Björn B. Jónsson, sem hefur ritað langa grein í „Sameininguna" um hinar nýju biblíurannsóknir. Honum er auðsjáanlega alvara, þessum presti, með allt það, er snertir trú og kristindóm, og hann ritar með miklum krapti og rökstyður vel hvað eina, er hann ber fram. Það er ánægja að lesa þessa áminnztu ritgjörð hans, þó hún hafi fengið ómildan dóm i

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.