Fríkirkjan - 01.07.1901, Page 7

Fríkirkjan - 01.07.1901, Page 7
103 Tómas frændi. (Framh.) XII. Tóiuas frændi er fiuttur Imrt. Það var dapurt og drungalegt í kofanum hans Tómasar frænda árla morguns í Febrúarmánuði. Börnin sváfu öll í óbrotnu rúmunum sínum. Tómas stóð á fætur, gekk að rúmum þeirra og horfði á þáu. „Það er í síðasta sinn,“ sagði hann. Konan hans, Klóa frænka, svaraði ekki. Hún hélt áfram verki sínu, að slétta grófu skyrtuna, og þegar hún var búin setti hún járnið þunglamalega frá sér, settist niður við borðið, tók höndum fyrir andlit sér og grét. „Mundu það, að óg er á guðs valdi,“ sagði Tómas. „Ekk- ert getur farið öðruvísi en hann vill. Og eitt erþað, semmér ber að þakka guði, og það er að ég var seldur en ekki þú eða börnin. Þið eruð óhult hér; það sem fyrir kann að koma mætir einungis mér, og ég veit að drottinn hjálpar mór.“ Ó, þú hugumprúða, drenglundaða hjarta, sem dylur eigin sorgir til að hughreysta þína ástkæru! Tómas talaði í hásum róm, og það var eins og eitthvað tæki fyrir kverkar honum, en hann talaði ókvíðinn og örugglega. í þessu bili kom frú Shelby inn. Hún var fölleit og kvíðafull á svip. „Tómas“, sagði hún, „ég kom til —“ henni varð litið á hinn þögula hóp, og iiún settist niður á stól og byrgði andlitið í höndum sór. „Ekki núna, frú, ekki núna, ekki núna!“ sagði Klóa frænka og grét nú hástöfum, og i nokkur augnabiik grétu þau öll. „Kæri Tómas minn!“ sagði frúin, „ég get ekkert gefið þér, sem þú hefur gagn af; þó ég gæfi þér peninga, þá yrðu þeir teknir af þér. En því lofa ég þér hátíðiega, frammi fyrir aug- liti drottins, að eg skal halda spurnuin fyrir þér og kaupa þig aptur, strax þegar ég eignast peninga til þess; treystu guði þangað til.“ Di'engirnir hrópubu nú upp yfir sig að Haley kæmi. Dyr-

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.